Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. október 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Pukki skorað meira en Litmanen
Teemu Pukki er orðinn markahæsti leikmaður Finnlands.
Teemu Pukki er orðinn markahæsti leikmaður Finnlands.
Mynd: EPA
Teemu Pukki, leikmaður Norwich, skoraði tvívegis þegar Finnland vann 2-0 útisigur gegn Kasakstan í undankeppni HM í gær.

Hann hefur nú skorað 33 mörk fyrir finnska landsliðið og er markahæsti leikmaður Finnlands frá upphafi.

Með seinna marki sínu í gær sló hann met Jari Litmanen, fyrrum leikmanns Barcelona og Ajax.

Litmanen skoraði 32 mörk í 137 landsleikjum fyrir Finnland en hans síðasti leikur kom 2010. Pukki hefur spilað 98 landleiki fyrir Finnland.

Með sigrinum í gær er Finnland með jafnmörg stig og Úkraína sem er í öðru sæti D-riðils.

Liðin eru fjórum stigum frá toppliði Frakklands og berjast um að ná öðru sæti sem gefur umspilsrétt um að komast á HM í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner