Ástandið í Venesúela hefur verið afar slæmt undanfarin misseri og er fótboltaheimurinn engin undantekning.
Það hefur verið mikið af skandölum í fótboltanum í Venesúela og eru aðeins tæplega þrír mánuðir liðnir síðan Deportivo Táchira og Caracas gerðu 1-1 jafntefli í El Clásico slagnum í Venesúela, þar sem tvö sigursælustu lið landsins áttust við.
Leikmenn í gestaliði Caracas voru svo ósáttir með dómgæsluna í jafnteflinu að þeir ákváðu að tapa vítakeppninni að leikslokum viljandi í mótmælaskyni, en frá og með þessari leiktíð fara lið í vítaspyrnukeppni eftir hvern einasta deildarleik - sama hverjar lokatölurnar verða.
Vítakeppnin telur þó ekki til stiga í deildinni, heldur einungis í sérstakri 'vítakeppnisdeild'.
Það var svo seint í gærkvöldi sem Caracas átti heimaleik við Deportivo Táchira og var staðan 0-4 fyrir gestina þegar dómarinn neyddist til að stöðva leikinn vegna óláta stuðningsmanna.
Stuðningsmenn heimaliðsins í Caracas voru ekki sáttir með spilamennsku sinna manna og óðu inn á völlinn þegar um tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Það vekur athygli að lögregla var ekki með neinn viðbúnað á vellinum þar sem áhorfendur fengu að vaða inn á völlinn og ráðast að leikmönnum.
Stuðningsmenn Caracas réðust að leikmönnum síns eigins liðs og eltu þá alla leið inn í leikmannagöngin.
Things went sour during El Clásico de Venezuela...
— Football Report (@FootballReprt) November 13, 2024
Deportivo Táchira were thrashing Caracas 0-4 away from home for the first time since 2005, yes, they hadn't won away to Caracas in that long!
Some of the Caracas fans completely lost it and invaded the pitch, attacking their… pic.twitter.com/Gfoh5zejk4
Athugasemdir