Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mið 13. nóvember 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Óeirðir í Venesúela: Þurftu að fresta lokaflautinu
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ástandið í Venesúela hefur verið afar slæmt undanfarin misseri og er fótboltaheimurinn engin undantekning.

Það hefur verið mikið af skandölum í fótboltanum í Venesúela og eru aðeins tæplega þrír mánuðir liðnir síðan Deportivo Táchira og Caracas gerðu 1-1 jafntefli í El Clásico slagnum í Venesúela, þar sem tvö sigursælustu lið landsins áttust við.

Leikmenn í gestaliði Caracas voru svo ósáttir með dómgæsluna í jafnteflinu að þeir ákváðu að tapa vítakeppninni að leikslokum viljandi í mótmælaskyni, en frá og með þessari leiktíð fara lið í vítaspyrnukeppni eftir hvern einasta deildarleik - sama hverjar lokatölurnar verða.

Vítakeppnin telur þó ekki til stiga í deildinni, heldur einungis í sérstakri 'vítakeppnisdeild'.

Það var svo seint í gærkvöldi sem Caracas átti heimaleik við Deportivo Táchira og var staðan 0-4 fyrir gestina þegar dómarinn neyddist til að stöðva leikinn vegna óláta stuðningsmanna.

Stuðningsmenn heimaliðsins í Caracas voru ekki sáttir með spilamennsku sinna manna og óðu inn á völlinn þegar um tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Það vekur athygli að lögregla var ekki með neinn viðbúnað á vellinum þar sem áhorfendur fengu að vaða inn á völlinn og ráðast að leikmönnum.

Stuðningsmenn Caracas réðust að leikmönnum síns eigins liðs og eltu þá alla leið inn í leikmannagöngin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner