Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fös 13. desember 2024 13:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliðabandið tekið af Lemina
Mario Lemina.
Mario Lemina.
Mynd: Getty Images
Nelson Semedo er nýr fyrirliði Wolves en hann tekur við fyrirliðabandinu af miðjumanninum Mario Lemina.

Gary O'Neil, stjóri Úlfanna, sagði frá þessu á fréttamannafundi í dag og tjáði hann fréttamönnum það að ákvörðunin væri sameiginleg á milli leikmanns og félags.

Lemina var trylltur eftir tapið gegn West Ham á dögunum og lenti hann meðal annars upp á kant við Shaun Derry, aðstoðarþjálfara Wolves.

Hann og Jarrod Bowen, leikmaður West Ham, lentu þá í stympingum að leik loknum.

Lemina hefur verið á mála hjá Wolves frá því í fyrra en hann verður ekki áfram fyrirliði.
Athugasemdir
banner
banner