Nelson Semedo er nýr fyrirliði Wolves en hann tekur við fyrirliðabandinu af miðjumanninum Mario Lemina.
Gary O'Neil, stjóri Úlfanna, sagði frá þessu á fréttamannafundi í dag og tjáði hann fréttamönnum það að ákvörðunin væri sameiginleg á milli leikmanns og félags.
Gary O'Neil, stjóri Úlfanna, sagði frá þessu á fréttamannafundi í dag og tjáði hann fréttamönnum það að ákvörðunin væri sameiginleg á milli leikmanns og félags.
Lemina var trylltur eftir tapið gegn West Ham á dögunum og lenti hann meðal annars upp á kant við Shaun Derry, aðstoðarþjálfara Wolves.
Hann og Jarrod Bowen, leikmaður West Ham, lentu þá í stympingum að leik loknum.
Lemina hefur verið á mála hjá Wolves frá því í fyrra en hann verður ekki áfram fyrirliði.
Athugasemdir