Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. janúar 2023 18:08
Brynjar Ingi Erluson
Samkomulag í höfn - Mudryk er á leið til Chelsea
Mykhailo Mudryk
Mykhailo Mudryk
Mynd: EPA
Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk mun ekki ganga til liðs við Arsenal heldur er hann á leið til Chelsea fyrir 89 milljónir punda en þetta herma öruggar heimildir David Ornstein hjá Athletic.

Arsenal og Shakhtar hafa verið í viðræðum síðustu vikur um 22 ára gamlan Mudryk en engin niðurstaða fengist.

Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano sagði frá því fyrir helgi að Arsenal væri búið að leggja fram nýtt tilboð í Mudryk og var beðið svara eftir því, en á meðan kom Chelsea inn og hefur nú tekist að stela honum.

Stjórnarmenn Chelsea hafa verið í Tyrklandi í viðræðum við Shakhtar um kaup á Mudryk og er nú samkomulag í höfn. Chelsea greiðir 62 milljónir punda strax og svo 27 milljónir punda aukalega ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Búið er að ganga frá samkomulaginu en ekki enn búið að skrifa undir samninga.

Mudryk mun skrifa undir langtímasamning við Chelsea og fljúga til Bretlandseyja til að gangast undir læknisskoðun áður en hann verður kynntur nýr leikmaður liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner