Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. febrúar 2021 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Markalaust í Íslendingaslag - Mikael ekki í hóp
Jón Dagur byrjaði hjá AGF.
Jón Dagur byrjaði hjá AGF.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís Þrándarson og Jón Dagur Þorsteinsson spiluðu í Íslendingaslag OB og AGF í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jón Dagur byrjaði fyrir AGF og spilaði 64 mínútur. Aron Elís kom inn á sem varamaður hjá OB á 77. mínútu. Sveinn Aron Guðjohnsen var ónotaður varamaður hjá OB.

Leikurinn endaði markalaus. AGF er í þriðja sæti deildarinnar og OB í áttunda sæti.

Mikael Neville Anderson var ekki í leikmannahópi Midtjylland sem vann 1-0 sigur á Horsens. Midtjylland er í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Bröndby. Ágúst Eðvald Hlynsson var í kvöld ónotaður varamaður hjá Horsens sem er á botni deildarinnar með aðeins sex stig eftir 16 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner