Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 14. mars 2024 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Aron Bjarnason með dramatískt sigurmark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þór 0 - 1 Breiðablik
0-1 Aron Bjarnason ('97)

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Breiðablik

Þór og Breiðablik áttust við í undanúrslitaleik Lengjubikarsins í Boganum í dag og var ekkert gefið eftir.

Leikmenn börðust harkalega í þessum áhugaverða slag þar sem ekki leit út fyrir að um leik í æfingamóti væri að ræða.

Staðan var markalaus á Akureyri þrátt fyrir góð færi á báða bóga, mikla hörku og nokkuð af meiðslum.

Hún hélst markalaus allt þar til seint í uppbótartíma, þegar Aron Bjarnason gerði sigurmark fyrir Blika eftir frábæra skyndisókn.

Aron skoraði á 97. mínútu með því að lyfta boltanum laglega yfir Aron Birki Stefánsson, markvörð Þórs, sem náði snertingu á boltann en tókst ekki að stöðva hann frá því að skoppa yfir marklínuna.

Viktor Karl Einarsson fyrirliði átti glæsilega stoðsendingu frá eigin vallarhelmingi sem Aron nýtti til fulls.

Blikar spila annað hvort við Val eða ÍA í úrslitaleik Lengjubikarsins en þau lið mætast næsta miðvikudag á Hlíðarenda.
Athugasemdir
banner
banner
banner