Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 14. apríl 2021 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Flugeldarnir trufluðu Guardiola ekki: Svaf eins og barn
Pep Guardiola, stjóri Man City, var til viðtals fyrir leik liðsins gegn Dortmund í dag. Pep var spurður út í flugeldanna sem skotið var upp fyrir utan hótel liðsins í dag.

Hann var einnig spurður út í einvígið sem og þá ákvörðun að byrja með Olesksandr Zinchenko fram yfir Joao Cancelo í kvöld.

„Þú getur ekki beðið eftir því að komast í undanúrslit, þú verður að láta vaða og úrslitin í fyrri leiknum skipta ekki máli," sagði Pep.

„Við erum ekki vanir því að verja einhver úrslit, best er að einbeita sér að því hvað þarf að gera en ekki afleiðingar úrslitanna."

„Þetta var ákvörðun, ekkert sérstakt. Joao hefði geað spilað eins og aðrir og ég tók ákvörðun. Við verðum að aðlagast aðeins og mikilvægast í þessu er að skora mörk. Það verður erfitt að fara áfram ef við skorum ekki."

„Ég svaf eins og barn svo ég pældi ekkert í því. Í tvö skipti var fólk þarna en það var ekkert vandamál,"
sagði Guardiola.

City leiðir einvígið 2-1 en leikurinn gegn Dortmund er í Þýskalandi.
Athugasemdir