Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 14. maí 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Árni á leið í aðgerð - „Hélt að einhver hefði stigið á hælinn á mér"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, sleit hásin í leik ÍA og FH í gærkvöldi. Komið var fram á 5. mínútu í uppbótartíma þegar Árni sleit hásinina og þurfti að yfirgefa völlinn.

ÍA var búið með skiptingarnar og fór útileikmaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson í markið. Dino Hodzic mun væntanlega verja mark ÍA í næsta deildarleik.

„Það er verið að reyna redda aðgerð en ekkert vitað hvenær hún verður, vonandi sem fyrst," sagði Árni þegar Fótbolti.net heyrði í honum í morgun. Árni sagðist hafa séð myndband af atvikinu í leiknum í gær.

„Já, ég sá þetta en þetta sást samt ekki gerast. Þetta gerðist þegar ég var úr mynd. Ég var að stíga niður með vinstri löppina og það var ekkert í gangi."

Var þetta eins og menn hafa sagt, fannst þér eins og einhver hefði sparkað í þig?

„Já, ég hélt að einhver hefði stigið á hælinn á mér," sagði Árni.

Árni verður frá út tímabilið vegna meiðslanna, almennt er talað um að lágmarki hálft ár í bataferli eftir hásinaslit.
Athugasemdir
banner
banner