Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 14. maí 2022 18:43
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: LIverpool meistari í áttunda sinn eftir vítaspyrnukeppni
Kostas Tsimikas skoraði úr úrslitavítinu
Kostas Tsimikas skoraði úr úrslitavítinu
Mynd: Getty Images
Cesar Azpilicueta skaut í stöng
Cesar Azpilicueta skaut í stöng
Mynd: Getty Images
Mason Mount lét Alisson verja frá sér
Mason Mount lét Alisson verja frá sér
Mynd: Getty Images
Chelsea 0 - 0 Liverpool (5-6, eftir vítaspyrnukeppni)

Liverpool varð í dag enskur bikarmeistari í áttunda sinn eftir að hafa unnið Chelsea í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir framlengingu og hafði Liverpool betur í vítaspyrnukeppninni, 6-5.

Leikurinn var afar kaflaskiptur og var það Liverpool sem sýndi mikla grimmd strax í byrjun leiks.

Luis Díaz komst næst því fyrir Liverpool í fyrri hálfleiknum er Trent Alexander-Arnold átti stórglæsilega sendingu inn fyrir á Díaz en Edouard Mendy náði að verja með löppunum áður en leikmenn Chelsea hreinsuðu frá. Naby Keita fékk því næst boltann fyrir utan teiginn en skot hans framhjá.

Liverpool pressaði hátt en voru oft klaufalegir varnarlega. Andy Robertson reyndi að hreinsa upp í loftið en sú hreinsun var slök og keyrði hann aftur í átt að boltanum. Chelsea vann hins vegar boltann og var Mason Mount með gott svæði hægra megin áður en hann kom boltanum fyrir á Christian Pulisic en skot hans fór rétt framhjá markinu.

Marco Alonso gat þá komið Chelsea yfir stuttu síðar eftir að Pulisic lagði boltann inn fyrir á Spánverjann en Alisson hljóp út og náði að verjast.

Diogo Jota kom sér í ágætt færi undir lok fyrri hálfleiksins eftir fyrirgjöf frá Robertson en skot hans yfir markið. Staðan markalaus í hálfleik.

Chelsea byrjaði síðari hálfleikinn líkt og Liverpool byrjaði þann fyrri en Alisson gerði vel. Fyrst varði hann frá Pulisic og svo var Alonso nálægt því að ná fyrsta markinu en Alisson varði boltann í slá.

Liverpool kom sér aftur inn í leikinn og átti Díaz skot rétt framhjá markinu.

Þegar sex mínútur voru eftir skaut Liverpool tvisvar sinnum í stöng. Fyrst Díaz sem fékk boltann eftir sendingu frá Sadio Mané og svo klúðraði Jota dauðafæri eftir fyrirgjöf frá James Milner.

Fyrirgjöf var nákvæm og beint fyrir lappirnar á Jota en skot hans fór í stöng. Það er alveg óhætt að segja að Chelsea hafi verið stálheppið að lifa af fram að framlengingu en það tókst þó.

Það var svosem lítið markvert sem átti sér stað í framlengingunni og sást þreytan augljóslega. Það var því önnur vítaspyrnukeppnin sem Liverpool vann 6-5. Sadio Mané fékk gullið tækifæri að tryggja Liverpool bikarinn í fimmtu spyrnunni en landi hans, Edouard Mendy, varði frá honum.

Alisson Becker varði hins vegar frá Mason Mount áður en Kostas Tsimikas skoraði úr úrslitavítinu í bráðabana.

Vítaspyrnukeppnin:
1-0 Marcos Alonso
1-1 James Milner
1-1 Cesar Azpilicueta klúðrar
1-2 Thiago
2-2 Reece James
2-3 Roberto Firmino
3-3 Ross Barkley
4-3 Trent Alexander-Arnold
4-4 Jorginho
4-4 Sadio Mané klúðrar
5-4 Hakim Ziyech
5-5 Diogo Jota
5-5 Mason Mount klúðrað
5-6 Kostas Tsimikas
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner