Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 14. maí 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðsfélagarnir með efasemdir um að Fernandes verði áfram
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Miðjumaðurinn Bruno Fernandes er sagður vera að hugsa sér til hreyfinga fyrir sumarið. Hann gæti verið á förum frá Manchester United.

Staðarmiðillinn Manchester Evening News segir frá því að liðsfélagar Fernandes efist um það að hann verði áfram hjá United á næsta tímabili.

Hinn 29 ára gamli Fernandes er sagður opinn fyrir því að fara frá Man Utd eftir fjögur og hálft ár hjá félaginu ef liðinu mistekst að komast í Evrópukeppni.

Bayern München í Þýskalandi og Inter á Ítalíu hafa áhuga á portúgalska landsliðsmanninum.

United vill helst halda Fernandes en hann er samningsbundinn Man Utd til 2026. Ef gott tilboð berst, þá gæti Man Utd skoðað það að selja hann.

Fernandes gekk í raðir Man Utd frá Sporting Lissabon í janúar 2020 en hann hefur síðan þá skorað 79 mörk í 230 leikjum. Hann er núna fyrirliði United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner