Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. júlí 2020 09:16
Magnús Már Einarsson
Manchester City með veskið á lofti
Powerade
Lautaro Martinez framherji Inter
Lautaro Martinez framherji Inter
Mynd: Getty Images
Manchester City kemur mikið við sögu í slúðurpakka dagsins að þessu sinni.



Manchester City ætlar að bjóða Pep Guardiola nýjan risasamning eftir að ljóst varð að félagið fer ekki í bann í Meistaradeildinni. (Mirror)

Guardiola fær 150 milljónir punda til leikmannakaupa í sumar. (Guardian)

Kalidou Koulibaly (29) varnarmaður Napoli gæti farið til Manchester City í sumar. (Telegraph)

Lautaro Martinez (22) framherji Inter, David Alaba (28) varnarmaður Bayern Munchen og Ferran Torres (20) kantmaður Valencia eru allir orðaðir við Manchester City. (Mail)

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hefur vísað þeim sögusögnum á bug að félagið sé að fá Neymar (28) aftur frá PSG. Lautaro Martinez, framherji Inter, er hins vegar á óskalistanum. (TV3)

Bartomeu segist vera viss um að Lionel Messi (33) verði áfram hjá Barcelona á næsta ári. (TV3)

Real Madrid vonast til að fá Kylian Mbappe (21) frá PSG næsta sumar. (Marca)

Liverpool ætlar að framlengja samninginn við Dejan Lovren (31) og selja hann í kjölfarið. (Goal)

Stuart Webber, yfirmaður íþróttamála hjá Norwich, segir að félög geti byrjað að bjóða 20 milljónir punda í efnilegustu leikmenn félagsins. (Norwich Evening News)
Athugasemdir
banner
banner