Það er nóg að gerast á skrifstofunni hjá Crystal Palace en eins og fjallað hefur verið um er félagið að kaupa Jörgen Strand Larsen frá Wolves.
Fyrr í þessum mánuði fékk félagið Brennan Johnson frá Tottenham. Marc Guehi var hinsvegar seldur til Manchester City og líklegt að Jean-Philippe Mateta fari einnig fyrir gluggalok.
Fyrr í þessum mánuði fékk félagið Brennan Johnson frá Tottenham. Marc Guehi var hinsvegar seldur til Manchester City og líklegt að Jean-Philippe Mateta fari einnig fyrir gluggalok.
The Athletic fjallar um að Crystal Palace sé í viðræðum við Aston Villa um að fá Evann Guessand lánaðan frá Aston Villa.
Fleiri félög eru sögð hafa áhuga á Guessand en Palace sé fremst í kapphlaupinu.
Þessi 24 ára Frakki hefur skorað tvö mörk í 21 leik fyrir Villa á tímabilinu. Hann kom frá Nice í Frakklandi síðasta sumar.
Athugasemdir




