Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
   lau 14. ágúst 2021 19:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Get með engu móti skilið að það sé ekki hægt að setja alvöru tríó á þennan leik"
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude.
Davíð Smári Lamude.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór rotaðist í leiknum.
Davíð Þór rotaðist í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur var varadómari í dag.
Þorvaldur var varadómari í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við spilum fimmtíu mínútur af lélegum fótbolta, á lágu tempói, lítil hreyfing á liðinu, vorum hálfstressaðir og þetta gekk ekki nógu vel fyrr en við fáum markið í andlitið á okkur. Þá er eins og kvikni á okkur og við byrjum að spila fótboltann sem við erum þekktir fyrir að spila. Það er svekkjandi að fá ekkert út úr þessu," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, eftir tap gegn ÍBV á heimavelli í dag.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 0 -  1 ÍBV

Sito skoraði eina mark leiksins frekar snemma í seinni hálfleik. Hvað klikkaði í því marki?

Rangstaða í markinu?
„Strákarnir þarna aftast segja mér að þetta hafi verið pjúra rangstaða, ég er ekki búinn að sjá það. Ef svo er þá finnst mér það hrikalega svekkjandi að línuvörðurinn sjái það ekki."

ÍBV er núna sjö stigum fyrir ofan Kódrengi þegar sex umferðir eru eftir. Kórdrengir eiga þó leik til góða og Davíð Smári bendir á að ÍBV eigi fullt af útileikjum eftir.

„Það er engin uppgjöf í okkur, það er alveg klárt mál, þó að það sé margt í þessum leik sem hægt er að benda á sem afvegaleiðir umræðuna þá mættum við ekki til leiks í fimmtíu mínútur. Í svona toppbaráttuleik þá eru fjörutíu mínútur ekki nóg."

Davíð Þór rotaðist í loftinu
Í seinni hálfleik var Davíð Þór Ásbjörnsson, fyrirliði Kórdrengja, borinn af velli eftir að hafa fengið höfuðhögg í einvígi við Halldór Pál Geirsson, markvörð ÍBV. Davíð Þór missti meðvitund og vildu Kórdrengir meina að Halldór hefði hreinlega kýlt fyrirliða sinn.

„Staðan á honum er ekki góð. Hann var alblóðugur í framan og þetta lítur alls ekki nægilega vel út."

„Ég set svakalegt spurningarmerki við það hvort Davíð sé að gjalda fyrir það að hafa verið brotlegur í nákvæmlega eins atriði í síðasta leik. Þetta leit þannig út fyrir mér að hann hafi verið kýldur í andlitið og það er bara víti. Eins og mér er sagt var hann í krítísku ástandi, rotast í loftinu og boltinn heldur áfram á sinni leið. Mér finnst ótrúlegt að það sé hægt að segja að markmaðurinn hafi kýlt boltann. Ég get ekki alveg skilið það."


Hefði viljað alvöru dómaratríó
„Við vissum það alveg að við fáum ekki neitt frá tríóinu og það hefur ekki verið þannig. Mér finnst rosalega skrítið að einn færasti dómari landsins sé hérna sem einhver eftirlitsmaður á þessum leik".

„Ég get með engu móti skilið, þegar það er svona mikið undir og sumir búnir að setja þetta upp sem einhvern úrslitaleik, að það sé ekki hægt að setja bara alvöru tríó á þennan leik sem ræður við pressuna. Ég held að línuverðirnir hafi ekki gert mikið til að hjálpa greyið dómaranum í dag."

„Þetta er eitthvað sem KSÍ ákveður og ég held að það séu ekki margir leikir í gangi akkúrat í dag þannig mér finnst mjög sérstakt að það hafi ekki verið settir vanari dómarar á þennan leik."


Þorvaldur Árnason var varadómari leiksins
Hefðiru viljað fá Pepsi Max-dómara á þennan leik?

„Já, af hvejru ekki? Ég get ekki skilið, ég meina það er Pepsi Max-dómari í einhverri eftirlitsstöðu hérna á vellinum og ég held að þetta sé fyrsti leikurinn sem ég man eftir að það sé maður í þessari stöðu. Mér finnst þetta pínu sérstakt en fyrst og fremst erum við að horfa á að það voru fimmtíu mínútur hjá okkur sem voru lélegar í dag," sagði Davíð Smári.

Arnar Þór Stefánsson dæmdi leikinn og Þorvaldur Árnason var varadómari.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner