Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. september 2020 12:59
Elvar Geir Magnússon
Óttar Magnús á leið til Venezia?
Óttar Magnús Karlsson.
Óttar Magnús Karlsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er líklega á förum frá Víkingi Reykjavík en ítalska B-deildarfélagið Venezia í Feneyjum er meðal félaga sem vilja fá hann í sínar raðir samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Talið er líklegt að Venezia nái að klófesta þennan 23 ára sóknarleikmann sem hefur verið algjör burðarás hjá Víkingum á tímabilinu.

Óttar yrði þá annar Íslendingurinn í herbúðum Venezia en ekki er langt síðan félagið fékk Bjarka Stein Bjarkason frá ÍA.

Óttar var í yngri flokkum Víkings áður en hann fór ungur til Ajax í Hollandi. Hann spilaði með Víkingi sumarið 2016 áður en hann fór til Molde í Noregi og síðan Trelleborgs og Mjallby í Svíþjóð. Hann gekk síðan aftur til liðs við Víking um mitt sumar í fyrra.

„Það hafa tilboð borist. Það er bara tímaspursmál hvenær Óttar fer. Hann á það skilið strákurinn. Hann hefur staðið sig vel fyrir okkur og þetta er óhjákvæmilegt," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali í gærkvöldi.

Athugasemdir
banner
banner