Árið 2014 þá var Jose Mourinho að stýra Chelsea í annað sinn. Þessi magnaði knattspyrnustjóri sá hjá félaginu þrjá unga leikmenn sem hann spáði því að myndu fara býsna langt í fótboltanum.
Hann spáði því að þessir þrír ungu leikmenn yrðu framtíðarlandsliðsmenn fyrir Englendinga.
Hann spáði því að þessir þrír ungu leikmenn yrðu framtíðarlandsliðsmenn fyrir Englendinga.
„Ég sagt við sjálfan mig að ég ætti að kenna sjálfum mér um ef Baker, Brown og Solanke verða ekki landsliðsmenn eftir nokkur ár," sagði Mourinho en hann var viss um að þessir leikmenn yrðu landsliðsmenn.
„Þeir eru hluti af vegferð sem félagið byrjaði með mér."
Mirror ákvað að rifja þessi ummæli upp og skoðaði hvar þessir leikmenn væru í dag.
Lewis Baker er miðjumaður sem endaði á því að spila tvo aðalliðsleiki fyrir Chelsea en þeir komu báðir í FA-bikarnum. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið 2014 og þurfti svo að bíða átta ár eftir næsta leik en á milli þess var hann á láni hjá átta mismunandi félögum. Hann var um tíma fyrirliði hjá Stoke en er í dag ekki ofarlega í goggunarröðinni. Hann hefur aldrei spilað A-landsleik fyrir England.
Izzy Brown er framherji sem varð á sínum tíma fjórði yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir West Brom er hann var 16 ára gamall. Hann fór svo til Chelsea og það voru miklar væntingar gerðar til hans. Brown spilaði hins vegar bara einn leik fyrir aðalliðið og fór á láni til sjö mismunandi félaga. Brown lagði skóna á hilluna er hann var 26 ára vegna slæmra meiðsla. Hann spilaði aldrei A-landsleik fyrir England.
Solanke er sá leikmaður af þessum þremur sem hefur náð mestum árangri á sínum ferli. Hann er sá eini sem hefur spilað A-landsleik fyrir England en hann spilaði sinn eina landsleik til þessa árið 2017. Hann spilaði aðeins einn leik fyrir Chelsea en fór svo til Liverpool og þaðan til Bournemouth. Hann hjálpaði Bournemouth að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina og skoraði á síðustu leiktíð sex mörk í 33 leikjum í deildinni.
Athugasemdir