Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 14. september 2024 18:02
Haraldur Örn Haraldsson
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er skrýtin, við töpum leiknum 3-0 en samt komnir í umspil. Þetta er svona að maður er svekktur en samt ánægður á sama tíma."


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 ÍR

Sagði Hákon Dagur Matthíasson leikmaður ÍR eftir að liðið hans tapaði 3-0 fyrir Aftureldingu í dag. Samt sem áður er ÍR komnir í umspil þar sem þeir munu mæta Keflavík í undanúrslitum.

„Við erum bara mjög ánægðir með að vera komnir áfram í umspil en því þurfum klárlega að rífa okkur aðeins í gang og það þarf að ganga betur ef við ætlum að komast í úrlsitaleikinn. En við erum sáttir núna að vera komnir í umspil. Ég held að þetta hafi bara ekki verið okkar dagur en við erum með allt í höndum okkar til að komast í þennan úrslitaleik. Ef við gefum okkar allt í þetta þá erum við að fara vinna Keflavík heima og úti, og komast í þennan úrslitaleik."

ÍR-ingar fjölmenntu á leikinn í dag og studdu liðið allan leikinn. Stuðningsmannasveitin hefur verið áberandi hjá þeim í sumar sem hlýtur að gefa leikmönnum byr undir báða vængi.

„Þetta er náttúrulega bara geðveikt, ég myndi segja að við værum með lang bestu stuðningsmennina í þessari deild. Mér heyrist að leikurinn á móti Keflavík sé á vinnutíma, hálf fjögur. Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu. Mæta fyrr á völlinn og koma að styðja okkur, það hjálpar gríðarlega mikið og stuðningsmennirnir eiga helminginn af stigunum í þessu móti þetta ár."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner