PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
banner
   lau 14. september 2024 18:02
Haraldur Örn Haraldsson
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er skrýtin, við töpum leiknum 3-0 en samt komnir í umspil. Þetta er svona að maður er svekktur en samt ánægður á sama tíma."


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 ÍR

Sagði Hákon Dagur Matthíasson leikmaður ÍR eftir að liðið hans tapaði 3-0 fyrir Aftureldingu í dag. Samt sem áður er ÍR komnir í umspil þar sem þeir munu mæta Keflavík í undanúrslitum.

„Við erum bara mjög ánægðir með að vera komnir áfram í umspil en því þurfum klárlega að rífa okkur aðeins í gang og það þarf að ganga betur ef við ætlum að komast í úrlsitaleikinn. En við erum sáttir núna að vera komnir í umspil. Ég held að þetta hafi bara ekki verið okkar dagur en við erum með allt í höndum okkar til að komast í þennan úrslitaleik. Ef við gefum okkar allt í þetta þá erum við að fara vinna Keflavík heima og úti, og komast í þennan úrslitaleik."

ÍR-ingar fjölmenntu á leikinn í dag og studdu liðið allan leikinn. Stuðningsmannasveitin hefur verið áberandi hjá þeim í sumar sem hlýtur að gefa leikmönnum byr undir báða vængi.

„Þetta er náttúrulega bara geðveikt, ég myndi segja að við værum með lang bestu stuðningsmennina í þessari deild. Mér heyrist að leikurinn á móti Keflavík sé á vinnutíma, hálf fjögur. Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu. Mæta fyrr á völlinn og koma að styðja okkur, það hjálpar gríðarlega mikið og stuðningsmennirnir eiga helminginn af stigunum í þessu móti þetta ár."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner