„Tilfinningin er skrýtin, við töpum leiknum 3-0 en samt komnir í umspil. Þetta er svona að maður er svekktur en samt ánægður á sama tíma."
Lestu um leikinn: Afturelding 3 - 0 ÍR
Sagði Hákon Dagur Matthíasson leikmaður ÍR eftir að liðið hans tapaði 3-0 fyrir Aftureldingu í dag. Samt sem áður er ÍR komnir í umspil þar sem þeir munu mæta Keflavík í undanúrslitum.
„Við erum bara mjög ánægðir með að vera komnir áfram í umspil en því þurfum klárlega að rífa okkur aðeins í gang og það þarf að ganga betur ef við ætlum að komast í úrlsitaleikinn. En við erum sáttir núna að vera komnir í umspil. Ég held að þetta hafi bara ekki verið okkar dagur en við erum með allt í höndum okkar til að komast í þennan úrslitaleik. Ef við gefum okkar allt í þetta þá erum við að fara vinna Keflavík heima og úti, og komast í þennan úrslitaleik."
ÍR-ingar fjölmenntu á leikinn í dag og studdu liðið allan leikinn. Stuðningsmannasveitin hefur verið áberandi hjá þeim í sumar sem hlýtur að gefa leikmönnum byr undir báða vængi.
„Þetta er náttúrulega bara geðveikt, ég myndi segja að við værum með lang bestu stuðningsmennina í þessari deild. Mér heyrist að leikurinn á móti Keflavík sé á vinnutíma, hálf fjögur. Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu. Mæta fyrr á völlinn og koma að styðja okkur, það hjálpar gríðarlega mikið og stuðningsmennirnir eiga helminginn af stigunum í þessu móti þetta ár."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.