Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   lau 14. september 2024 18:02
Haraldur Örn Haraldsson
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er skrýtin, við töpum leiknum 3-0 en samt komnir í umspil. Þetta er svona að maður er svekktur en samt ánægður á sama tíma."


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 ÍR

Sagði Hákon Dagur Matthíasson leikmaður ÍR eftir að liðið hans tapaði 3-0 fyrir Aftureldingu í dag. Samt sem áður er ÍR komnir í umspil þar sem þeir munu mæta Keflavík í undanúrslitum.

„Við erum bara mjög ánægðir með að vera komnir áfram í umspil en því þurfum klárlega að rífa okkur aðeins í gang og það þarf að ganga betur ef við ætlum að komast í úrlsitaleikinn. En við erum sáttir núna að vera komnir í umspil. Ég held að þetta hafi bara ekki verið okkar dagur en við erum með allt í höndum okkar til að komast í þennan úrslitaleik. Ef við gefum okkar allt í þetta þá erum við að fara vinna Keflavík heima og úti, og komast í þennan úrslitaleik."

ÍR-ingar fjölmenntu á leikinn í dag og studdu liðið allan leikinn. Stuðningsmannasveitin hefur verið áberandi hjá þeim í sumar sem hlýtur að gefa leikmönnum byr undir báða vængi.

„Þetta er náttúrulega bara geðveikt, ég myndi segja að við værum með lang bestu stuðningsmennina í þessari deild. Mér heyrist að leikurinn á móti Keflavík sé á vinnutíma, hálf fjögur. Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu. Mæta fyrr á völlinn og koma að styðja okkur, það hjálpar gríðarlega mikið og stuðningsmennirnir eiga helminginn af stigunum í þessu móti þetta ár."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner