Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 14. september 2024 18:02
Haraldur Örn Haraldsson
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er skrýtin, við töpum leiknum 3-0 en samt komnir í umspil. Þetta er svona að maður er svekktur en samt ánægður á sama tíma."


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 ÍR

Sagði Hákon Dagur Matthíasson leikmaður ÍR eftir að liðið hans tapaði 3-0 fyrir Aftureldingu í dag. Samt sem áður er ÍR komnir í umspil þar sem þeir munu mæta Keflavík í undanúrslitum.

„Við erum bara mjög ánægðir með að vera komnir áfram í umspil en því þurfum klárlega að rífa okkur aðeins í gang og það þarf að ganga betur ef við ætlum að komast í úrlsitaleikinn. En við erum sáttir núna að vera komnir í umspil. Ég held að þetta hafi bara ekki verið okkar dagur en við erum með allt í höndum okkar til að komast í þennan úrslitaleik. Ef við gefum okkar allt í þetta þá erum við að fara vinna Keflavík heima og úti, og komast í þennan úrslitaleik."

ÍR-ingar fjölmenntu á leikinn í dag og studdu liðið allan leikinn. Stuðningsmannasveitin hefur verið áberandi hjá þeim í sumar sem hlýtur að gefa leikmönnum byr undir báða vængi.

„Þetta er náttúrulega bara geðveikt, ég myndi segja að við værum með lang bestu stuðningsmennina í þessari deild. Mér heyrist að leikurinn á móti Keflavík sé á vinnutíma, hálf fjögur. Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu. Mæta fyrr á völlinn og koma að styðja okkur, það hjálpar gríðarlega mikið og stuðningsmennirnir eiga helminginn af stigunum í þessu móti þetta ár."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner