Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 14. september 2025 18:42
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Vals og Stjörnunnar: Túfa gerir fimm breytingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tekur á móti Stjörnunni í spennandi toppbaráttuslag í Bestu deild karla í kvöld og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Stjarnan

Valur, sem getur endurheimt toppsæti deildarinnar með sigri, gerir fimm breytingar eftir tap gegn Fram í síðustu umferð. Srdjan Tufegdzic var ekki ánægður með leik sinna manna í tapinu í Úlfarsárdal.

Birkir Heimisson, Bjarni Mark Duffield, Kristinn Freyr Sigurðsson, Lúkas Logi Heimisson og Jakob Franz Pálsson koma inn í byrjunarliðið í staðinn fyrir Aron Jóhannsson, Sigurð Egil Lárusson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Orra Sigurð Ómarsson og Adam Ægi Pálsson.

Jökull Elísabetarson gerir tvær breytingar á byrjunarliði Stjörnunnar sem lagði KA að velli í síðustu umferð.

Samúel Kári Friðjónsson og Örvar Logi Örvarsson koma inn fyrir Þorra Mar Þórisson og Alex Þór Hauksson.

Stjarnan getur jafnað Val á stigum í öðru sæti deildarinnar með sigri á Hlíðarenda.

Byrjunarlið Vals:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Markus Lund Nakkim
5. Birkir Heimisson
6. Bjarni Mark Duffield
8. Jónatan Ingi Jónsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund
17. Lúkas Logi Heimisson
21. Jakob Franz Pálsson
22. Marius Lundemo

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Kristján Oddur Kristjánsson
16. Stefán Gísli Stefánsson
23. Adam Ægir Pálsson
30. Mattías Kjeld
33. Andi Hoti
97. Birkir Jakob Jónsson

Byrjunarlið Stjörnunnar:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Samúel Kári Friðjónsson
15. Damil Serena Dankerlui
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
23. Benedikt V. Warén
32. Örvar Logi Örvarsson
44. Steven Caulker
99. Andri Rúnar Bjarnason

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
4. Þorri Mar Þórisson
6. Sindri Þór Ingimarsson
11. Adolf Daði Birgisson
20. Alpha Conteh
24. Sigurður Gunnar Jónsson
28. Baldur Logi Guðlaugsson
45. Jón Björgvin Jónsson
78. Bjarki Hauksson
Athugasemdir
banner