Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 14. september 2025 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Osasuna eina liðið sem náði í sigur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fyrstu þremur leikjum dagsins er lokið í spænska boltanum þar sem Celta Vigo og Levante gerðu jafntefli á heimavöllum sínum.

Celta gerði jafntefli við botnlið Girona eftir að hafa verið undir nánast allan leikinn. Girona tók forystuna á tólftu mínútu og gerði Borja Iglesias jöfnunarmark heimamanna í Vigo ekki fyrr en í uppbótartíma seinni hálfleiks.

Iglesias skoraði úr vítaspyrnu til að bjarga stigi fyrir Celta sem er með fjögur stig eftir fimm umferðir, en þetta var fyrsta stig Girona. Bæði lið eiga enn eftir að vinna leik á nýju deildartímabili.

Það var meira fjör í Valencia þar sem Levante komst óvænt í tveggja marka forystu gegn Real Betis.

Gestirnir lögðu allt í sóknarleikinn í kjölfarið og náði Cucho Hernández að minnka muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleiknum var það Pablo Fornals, fyrrum leikmaður West Ham, sem jafnaði metin á 81. mínútu. Lokatölur 2-2.

Þetta er fyrsta stig Levante eftir fjórar umferðir á nýju deildartímabili.

Betis er með 6 stig eftir 5 umferðir.

Að lokum skoruðu Raúl García og Iker Benito mörkin til að tryggja Osasuna sigur gegn Rayo Vallecano í erfiðum heimaleik.

Vallecano fékk mikið af færum en tókst ekki að skora svo lokatölur urðu 2-0.

Celta 1 - 1 Girona
0-1 Vladyslav Vanat ('12 )
1-1 Borja Iglesias ('92, víti)

Levante 2 - 2 Betis
1-0 Ivan Romero ('2 )
2-0 Karl Etta Eyong ('10 )
2-1 Cucho Hernandez ('45+2 )
2-2 Pablo Fornals ('81 )

Osasuna 2 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Raul Garcia ('15 )
2-0 Iker Benito ('77 )
Athugasemdir
banner
banner