Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   fim 14. október 2021 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birnir Snær kynntur sem nýr leikmaður Víkings á morgun
Birnir í leik með HK í sumar.
Birnir í leik með HK í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason er að ganga í raðir Víkinga samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Hann verður tilkynntur sem nýr leikmaður Víkinga í hádeginu á morgun.

Birnir Snær hefur lengi verið á óskalista Íslandsmeistara Víkinga. Þeir reyndu að fá hann í sumar og lögðu einnig fram tilboð í hann eftir tímabilið. Núna hefur náðst samkomulag við HK um kaupin á kantmanninum.

Birn­ir, sem verður 25 ára í desember, skoraði sex mörk í 21 leik í Pepsi Max-deildinni í sum­ar.

Birnir er uppalinn hjá Fjölni en hefur einnig leikið fyrir Val. Hann hefur fengið gagnrýni fyrir óstöðugleika á sínum ferli en þegar hann er í gírnum er þessi stórskemmtilegi sóknarleikmaður illviðráðanlegur.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Víkingur krækir í eftir að síðasta tímabili lauk. Hinir eru Arnór Borg Guðjohnsen, sem kom frá Fylki, og bandaríski miðvörðurinn Kyle McLagan, sem kom frá Fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner