Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. október 2021 08:00
Elvar Geir Magnússon
Sádarnir horfa til Þýskalands - Lingard orðaður við Barcelona
Powerade
Newcastle vill fá Timo Werner, sóknarmenn Chelsea og þýska landsliðsins.
Newcastle vill fá Timo Werner, sóknarmenn Chelsea og þýska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ranieri (69) segist alls ekki vera gamall.
Ranieri (69) segist alls ekki vera gamall.
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: Heimasíða Man Utd
Það kennir ýmissa grasa í áhugaverðu slúðurpakka dagsins. Meðal þeirra sem við sögu koma eru Werner, Fofana, Ranieri, Rudiger, Lang, Coutinho, Tchouameni og Rabiot.

Sádarnir sem keyptu Newcastle horfa til Þýskalands til að reyna að spegla árangur Jurgen Klopp og Thomas Tuchel á Englandi. Þýski sóknarmaðurinn Timo Werner (25) hjá Chelsea er ofarlega á óskalistanum ásamt þýska varnarmanninum Niklas Sule (26) hjá Bayern München. Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho (29) hjá Barcelona og stjórinn Lucien Favre sem þjálfaði Borussia Dortmund eru einnig á blaði. (Bild)



Newcastle hefur haft samband við umboðsmenn franska miðvarðarins Wesley Fofana (20) hjá Leicester. Newcastle hefur áhuga á að fá hann í janúarglugganum. (RMC Sport)

Barcelona vill losa Coutinho í janúar og Liverpool er opið fyrir því að fá hann aftur á Merseyside. (El Chiringuito)

Adrien Rabiot (26), miðjumaður Juventus, hefur verið orðaður við Newcastle. Ítalska stórliðið er tilbúið að selja Rabiot til að fjármagna tilboð í Aurelien Tchouameni (21), miðjumann Mónakó, eða Donny van de Beek (24), miðjumann Manchester United. (Calciomercato)

Claudio Ranieri stýrir Watford í fyrsta sinn á laugardag, fjórum dögum áður en hann verður 70 ára. Ranieri segist vera við hestaheilsu og að hann gæti bætt met Roy Hodgson sem hætti að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni rétt fyrir 74 ára afmælisdaginn. (BBC)

Mauricio Pochettino stjóri Paris St-Germain segir að franska stórliðið muni reyna allt sem það getur til að halda Kylian Mbappe (22). Samningur Frakkans rennur út næsta sumar en hann hefur verið orðaður við Real Madrid. (Marca)

AC Milan og Barcelona munu reyna að fá Jesse Lingard (28) á frjálsri sölu ef hann yfirgefur Manchester United þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (Mail)

Mónakó hefur sett 60 milljóna evra verðmiða á Tchouameni, (21) en Real Madrid, Manchester City, Chelsea og Lverpool hafa sýnt honum áhuga. (Marca)

Brendan Rodgers, sem hefur verið sagður efstur á óskalista Newcastle, segist ekki ætla að yfirgefa Leicester. Talið er að nýir eigendur Newcastle láti Steve Bruce taka pokann sinn. (Telegraph)

Real Madrid hefur áhuga á Antonio Rudiger (28), þýska mðverðinum hjá Chelsea. Samningur hans rennur út eftir tímabilið. (Marca)

Arsenal undirbýr 30 milljóna evra tilboð í hollenska vængmanninn Noa Lang (22) hjá Club Brugge. (Voetbal24)

Manchester United gæti gert nýja tilraun til að fá franska miðvörðinn Jules Kounde (22) hjá Sevilla. Hann er einnig á blaði Chelsea. (Fichajes)

Mats Hummels (32), varnarmaður Borussia Dortmund, hefur sagt Erling Haaland (21) að grasið sé ekki endilega grænna hinumegin. Manchester City, Manchester United, Chelsea og Real Madrid hafa öll áhuga á norska sóknarmanninum. (Bild)

Paris St-Germain gæti gert tilboð í serbneska sóknarmanninn Dusan Vlahovic (21) hjá Fiorentina. Hann gæti mögulega orðið arftaki Kylian Mbappe sem er að renna út á samningi næsta sumar. Tottenham, Juventus og Bayern München hafa öll verið orðuð við Vlahovic. (Le 10 Sport)

Diego Simeone reyndi að fá Lionel Messi (34) til Atletico Madrid í sumar. Hann bað Luis Suarez um að heyra í Argentínumanninum. (Ole)
Athugasemdir
banner
banner
banner