Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 14. október 2024 11:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristall Máni ætlar að koma sterkari til baka á næsta ári
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason, leikmaður SönderjyskE og U21 landslðsins, spilar ekki meiri fótbolta á þessu ári.

Hann verður því ekki með U21 landsliðinu gegn Danmörku á morgun.

Kristall greinir frá því sjálfur á Instagram að hann spili ekki meira á þessu ári.

„Því miður er ég frá út árið. Ég mun koma sterkari til baka árið 2025," segir Kristall.

Þetta er högg fyrir SönderjyskE þar sem Kristall hefur verið mikilvægur fyrir liðið í dönsku úrvalsdeildinni, en Kristall og félagar eru í næst neðsta sæti með átta stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner