Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   mið 14. nóvember 2018 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Nýr markvörður ÍBV sakaður um að hagræða úrslitum - Í banni í Portúgal
Rafael Veloso má ekki spila í Portúgal
Rafael Veloso má ekki spila í Portúgal
Mynd: Wikipedia
Portúgalski markvörðurinn Rafael Veloso samdi við Pepsi-deildarlið ÍBV í dag en hann þykir þó afar umdeildur í heimalandinu. Hann má ekki spila fótbolta á vegum portúgalska knattspyrnusambandsins þar sem hann er grunaður um að hagræða úrslitum.

Veloso, sem er 25 ára gamall, var á mála hjá Belenenses og þá seinna Oriental, er hann var handtekinn í tengslum við hagræðingu á úrslitum í portúgölsku fyrstu deildinni.

Hann var handtekinn ásamt fjórtán öðrum þann 14. maí árið 2016 og var í kjölfarið settur í bann af portúgalska knattspyrnusambandinu sem varð til þess að hann yfirgaf Portúgal og samdi við Valdres í Noregi.

Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum þá átti Veloso ásamt sjö öðrum leikmönnum Oriental og Oliveirense að hafa ákveðið að spila illa til þess að hagræða úrslitum.

Samkvæmt skýrslu frá lögreglunni í Portúgal höfðu frumkvöðlar frá Malasíu samband við leikmennina, stjórnarmenn Leixoes og formann stuðningsmannafélags Porto og buðu þeim góða summu til þess að hagræða úrslitum svo þeir gætu grætt á veðmálasíðum.

Portúgölsku fjölmiðlarnir héldu því fram að frumkvöðlarnir hafi boðið leikmönnunum nokkrar milljónir evra til þess að spila illa en frumkvöðlarnir voru einnig handteknir við rannsókn á málinu.

Lögreglan var með 70 rannsóknarlögreglumenn í málinu og gerðu þeir húsleit á yfir 30 heimilum.

Leikur Oliveirense og Oriental var mikið til umræðu í heimalandinu en Oliveirense tapaði 5-2. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá helstu tilþrif úr leiknum og óhætt að segja að eitthvað grunsamlegt hafi átt sér stað.

Málið hefur verið til rannsóknar í tvö ár en fjallað var um málið er hann samdi við Valdres á síðasta ári.


Athugasemdir
banner
banner