Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 14. nóvember 2020 14:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Son settur í einangrun - 4 greindust með veiruna
Heung-min Son, leikmaður Tottenham, hefur verið settur í einangrun og verður inn á hótelherbergi sínu vegna smita sem greindust í suður-kóreska landsliðshópnum,

Fjórir leikmenn í hópnum greindust með kórónaveiruna og eru hinir í hópnum í einangrun til að koma í veg fyrir frekari smit.

Allir leikmenn sem ekki hafa greinst með veiruna fóru í skimun í kjölfar fréttanna og mun niðustaða þeirra skimanna ráða því hvort vináttuleikur við Mexíkó fari fram.

Mexíkó og Suður-Kórea eiga að mætast í Austurríki í kvöld.
Athugasemdir
banner