Það fóru þrír leikir fram í undankeppni fyrir Afríkumótið í gær þar sem André Onana, markvörður Manchester United og landsliðsmarkvörður Kamerún, hélt hreinu í markalausu jafntefli. Georges-Kevin N'Koudou, fyrrum leikmaður Tottenham, kom inn af bekknum en tókst ekki að skora.
Kamerún heimsótti Namibíu en tókst ekki að skora í jöfnum leik. Þetta jafntefli nægði til að tryggja Kamerún þátttöku í lokamótinu, þar sem liðið er komið með 11 stig eftir 5 umferðir.
Þetta er aftur á móti fyrsta stigið sem Namibía nælir sér í.
Líbería lagði þá Tógó að velli með einu marki gegn engu, þar sem Mohammed Sangare, sem ólst upp hjá Newcastle United, skoraði eina mark leiksins.
Tógó er þar með úr leik á meðan Líbería þarf kraftaverk til að komast upp úr riðlinum.
Að lokum gerði Tjad jafntefli við Síerra Leóne og eru heimamenn því úr leik, en Síerra Leóne á enn möguleika á að komast á Afríkumótið.
Namibía 0 - 0 Kamerún
Líbería 1 - 0 Tógó
1-0 Mohammed Sangare ('83, víti)
Tjad 1 - 1 Síerra Leóne
0-1 A. Dumbuya ('29)
1-1 M. Thiam ('34, víti)
Athugasemdir