mán 15. febrúar 2021 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Januzaj: Þarf ekki að sanna mig fyrir neinum
Adnan Januzaj
Adnan Januzaj
Mynd: Getty Images
Belgíski vængmaðurinn Adnan Januzaj var einn efnilegasti leikmaður heims þegar hann var að stíga sín fyrstu skref með Manchester United fyrir átta árum síðan en hann hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir á ferlinum síðan þá.

Januzaj er 26 ára gamall og spilar fyrir Real Sociedad á Spáni en hann hefur getið sér gott orð á Spáni síðustu ár.

Það var búist við miklu frá þessum hæfileikaríka leikmanni er hann var á mála hjá United. Sir Alex Ferguson hafði miklar mætur á honum og kom honum inn í hópinn á síðustu leiktíð sinni sem stjóri félagsins en Januzaj spilaði þó ekkert það tímabilið.

Hann fékk þó fjölmörg tækifæri undir stjórn David Moyes en virtist þó vanta eitthvað upp á í leik hans. Januzaj var lánaður til bæði Borussia Dortmund og Sunderland áður en Sociedad keypti hann fyrir fjórum árum.

Sociedad mætir Manchester United í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn en Januzaj segist ekki þurfa að sanna sig fyrir neinum.

„Ég þarf ekki að sanna mig fyrir neinum um hversu góður ég er í fótbolta. Ég verð að hafa trú, fá leiki og vera ánægður," sagði Januzaj.

„Ég er ánægður með að fara aftur þangað og mæta félaginu sem ég elska en um leið og ég er mættur á völlinn þá legg ég vinskapinn til hliðar því ég er að spila fyrir annað félag og vil vinna leikinn," sagði Januzaj.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner