Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 18:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland bætti met Shearer
Mynd: EPA
Erling Haaland hefur komið að hundrað mörkum með beinum hætti í úrvalsdeildinni en hann skorað fyrra mark Man City úr vítaspyrnu í 2-2 jafntefli gegn Brighton í dag.

Hann hefur skorað 84 mörk og lagt upp 16 síðan hann gekk til liðs við City frá Dortmund árið 2022. Alan Shearer var fljótastur til að koma að hundrað mörkum í úrvalsdeildinni en hann náði þeim áfanga árið 1994.

Það tók Shearer hundrað leiki en Haaland spilaði 94. leik sinn í dag.

Það tók Mohamed Salah og Eric Cantona, fyrrum leikmann Man Utd, 116 leiki að koma að hundrað mörkum með beinum hætti.


Athugasemdir
banner
banner
banner