Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mán 15. apríl 2024 14:28
Elvar Geir Magnússon
Karl Friðleifur skrifar undir framlengingu
Karl Friðleifur er 22 ára.
Karl Friðleifur er 22 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslands- og bikarmeistara Víkings sem gildir út árið 2026.

„Þetta eru góð tíðindi fyrir Víkinga, enda Karl Friðleifur verið lykilmaður undanfarin ár. Hann kom upphaflega á láni frá Breiðabliki 2021 en gekk svo endanlega í raðir félagsins," segir á heimasíðu Víkings.

Karl Friðleifur hefur verið hluti af liði Víkings sem varð Íslandsmeistari 2021 og 2023 og bikarmeistari undanfarin þrjú ár. Hann var valinn leikmaður umferðarinnar eftir fyrstu umferð Bestu deildarinnar á þessu tímabili.

Hér má sjá mörk sem hann skoraði skoraði gegn Malmö árið 2022.



Athugasemdir
banner
banner
banner