Marco Silva, stjóri Fulham, var ósáttur með dómgæsluna í 1-0 tapi liðsins gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær og telur að ákvarðanir dómara og VAR í leiknum gæti kostað liðið í baráttunni um Evrópusæti.
Fulham byrjaði leikinn á afturfótunum en eina mark leiksins gerði Antoine Semenyo eftir aðeins 52 sekúndur.
„Mér fannst við gera nóg til að verðskulda stig. Í byrjun leiksins gerðum við sjálfum okkur erfitt fyrir.“
„Við byrjuðum ótrúlega illa og verðum að taka ábyrgð á því enda þurfum við að byrja leikinn með réttu ákefðinni, gæðunum og ákvarðanatöku sem þarf á þessu stigi.“
„Liðið náði að bregðast vel við þessu. Við sköpuðum færi, ýttum þeim aftar á völlinn og náðum við allri stjórn í þeim síðari, en við þurfum að vera mun grimmari á síðasta þriðjungi vallarins og taka betri ákvarðanir,“ sagði Silva.
Silva fannst halla aðeins á Fulham þegar það kom að dómgæslunni en hann vildi sjá annan lit á spjaldinu sem Marcos Senesi fékk fyrir tæklingu á Joachim Andersen undir lok fyrri hálfleiks.
Senesi fékk aðeins gult en Silva telur að Fulham hafi verið mjög óheppið með dómgæslu undanfarið og gæti það reynst liðinu dýrt.
„Mér fannst þetta vera augljóst rautt spjald og VAR hefði átt að segja dómaranum að skoða atvikið á því augnabliki. Það sama gerðist síðustu helgi þar sem við áttum að fá víti en dómarinn né VAR sáu það. Það er erfitt að sætta sig við þetta og höfum við verið mjög óheppnir með svona ákvarðanir síðustu vikur. Fjórði dómarinn var áttavilltur í gegnum allan leikinn og bara við allar kringumstæður.“
„Þetta var tækifæri til þess að taka stórt skref í áttina að því og urðum við að gera það því þetta gæti reynst úrslitavaldur, en þetta eru ekki endalokin. Það eru sex leikir eftir,“ sagði Silva.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 32 | 23 | 7 | 2 | 74 | 31 | +43 | 76 |
2 | Arsenal | 32 | 17 | 12 | 3 | 57 | 27 | +30 | 63 |
3 | Nott. Forest | 32 | 17 | 6 | 9 | 51 | 38 | +13 | 57 |
4 | Newcastle | 31 | 17 | 5 | 9 | 56 | 40 | +16 | 56 |
5 | Man City | 32 | 16 | 7 | 9 | 62 | 42 | +20 | 55 |
6 | Chelsea | 32 | 15 | 9 | 8 | 56 | 39 | +17 | 54 |
7 | Aston Villa | 32 | 15 | 9 | 8 | 49 | 46 | +3 | 54 |
8 | Bournemouth | 32 | 13 | 9 | 10 | 52 | 40 | +12 | 48 |
9 | Fulham | 32 | 13 | 9 | 10 | 47 | 43 | +4 | 48 |
10 | Brighton | 32 | 12 | 12 | 8 | 51 | 49 | +2 | 48 |
11 | Brentford | 32 | 12 | 7 | 13 | 52 | 48 | +4 | 43 |
12 | Crystal Palace | 31 | 11 | 10 | 10 | 41 | 40 | +1 | 43 |
13 | Everton | 32 | 8 | 14 | 10 | 34 | 38 | -4 | 38 |
14 | Man Utd | 32 | 10 | 8 | 14 | 38 | 45 | -7 | 38 |
15 | Tottenham | 32 | 11 | 4 | 17 | 60 | 49 | +11 | 37 |
16 | Wolves | 32 | 10 | 5 | 17 | 47 | 61 | -14 | 35 |
17 | West Ham | 32 | 9 | 8 | 15 | 36 | 54 | -18 | 35 |
18 | Ipswich Town | 32 | 4 | 9 | 19 | 33 | 67 | -34 | 21 |
19 | Leicester | 32 | 4 | 6 | 22 | 27 | 72 | -45 | 18 |
20 | Southampton | 32 | 2 | 4 | 26 | 23 | 77 | -54 | 10 |
Athugasemdir