Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. maí 2022 16:19
Ívan Guðjón Baldursson
Sam Kerr tryggði Chelsea FA bikarinn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Chelsea 3 - 2 Man City
1-0 Sam Kerr ('33)
1-1 Lauren Hemp ('42)
2-1 Erin Cuthbert ('63)
2-2 Hayley Raso ('89)
3-2 Sam Kerr ('99)


Chelsea vann enska bikarinn eftir svakalegan úrslitaleik gegn Manchester City í dag. Þar var slegið aðsóknarmet á enskan kvennaleik þar sem tæplega 50 þúsund áhorfendur mættu á Wembley.

Sam Kerr tók forystuna fyrir Englandsmeistara Chelsea en Lauren Hemp jafnaði fyrir leikhlé og staðan var því 1-1 í hálfleik.

Man City var betra liðið stærsta hluta leiksins en varnarleikur Chelsea öflugur og skyndisóknirnar stórhættulegar.

Erin Cuthbert kom Chelsea yfir á nýjan leik með glæsilegu marki á 63. mínútu, sem kom gegn gangi leiksins.

City lagði meira í sóknarleikinn eftir það og komst nálægt því að jafna áður en Hayley Raso kom boltanum loksins í netið með jöfnunarmarki á 89. mínútu.

Því var gripið til framlengingar og þar var City betra liðið en gæðin í Sam Kerr gerðu útslagið. Hún slapp gegnum vörn City eftir varnarmistök og skot hennar fór svo af varnarmanni og í netið.

Þetta reyndist sigurmarkið og tvöfaldur sigur Chelsea staðreynd, liðið vann bæði FA bikarinn og ensku deildina.


Athugasemdir
banner
banner