Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mið 15. maí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Barist um síðasta Evrópusætið
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það eru tveir spennandi leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Chelsea og Newcastle eiga erfiða útileiki.

Liðin eru jöfn á stigum í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar, en sjötta sætið gefur öruggan þátttökurétt annað hvort í Evrópudeildinni eða Sambandsdeildinni, á meðan sjöunda sætið getur í besta falli veitt þátttökurétt í Sambandsdeildinni.

Chelsea og Newcastle eru því í harðri baráttu um sjötta sætið, en Manchester United getur blandað sér í þá baráttu með sigri á heimavelli í kvöld.

Meiðslahrjáð lið Rauðu djöflanna fær Newcastle í heimsókn á Old Trafford og er hægt að búast við gríðarlega spennandi slag, en þrjú stig skilja liðin að á stöðutöflunni. Man Utd er með talsvert verri markatölu og þarf því einnig sigur og hagstæð úrslit í lokaumferðinni til að komast í Evrópu - nema að liðinu takist að sigra úrslitaleik FA bikarsins gegn nágrönnum sínum í Manchester City og komast þannig bakdyramegin í Evrópudeildina.

Chelsea heimsækir hins vegar Brighton, sem siglir lygnan sjó um miðja deild en býr yfir skemmtilegu liði sem getur skapað vandræði fyrir lærisveina Mauricio Pochettino.

Leikir kvöldsins:
18:45 Brighton - Chelsea
19:00 Man Utd - Newcastle
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Chelsea 37 17 9 11 75 62 +13 60
7 Newcastle 37 17 6 14 81 60 +21 57
8 Man Utd 37 17 6 14 55 58 -3 57
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 37 12 12 13 55 60 -5 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner