Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 14. maí 2024 20:11
Kjartan Leifur Sigurðsson
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er sáttur með sigurinn en við höfum oft spilað töluvert betur. Við vorum í krummafót megnið af leiknum en vinnuframlagið og hjartað í þessu var hrikalega flott. Ég er hrikalega stoltur og ánægður með liðið." Segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir 2-0 sigur á Fjölni í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Þór

Ingimar Arnar Kristjánsson, Uppalinn Þórsari fæddur árið 2005, skoraði bæði mörk leiksins í leik sem var ekki mjög opinn.

„Hann hefur verið hrikalega flottur í allan vetur. Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni, hann er í ævintýralegu standi og getur refsað liðum."

Fannar Daði Malmquist Gíslason fór meiddur útaf í seinasta leik Þórs. Sumir höfðu jafnvel áhyggjur af því að hann hefði slitið krossband á ný.

„Hann fer í myndatöku á morgun og þá vitum við vonandi eitthvað meira. Þetta er stór missir fyrir okkur. Þetta lítur þó ekki svo illa út of fyrstu fréttir og fyrsta mat er á þann veg að þetta sé ekki eins alvarlegt og við héldum. Við fáum að vita meira á morgun."

Þórsarar fóru alla leið í bikarúrslit árið 2011 og Sigurður Heiðar er til í að endurtaka þann leik.

„Við bara keyrum á þetta. Við erum með stóran og góðan hóp. Allir fimm varamennirnir í dag áttu frábæra frammistöðu. Við erum alveg til í að bæta nokkrum leikjum við."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.
Athugasemdir
banner