Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   þri 14. maí 2024 20:11
Kjartan Leifur Sigurðsson
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er sáttur með sigurinn en við höfum oft spilað töluvert betur. Við vorum í krummafót megnið af leiknum en vinnuframlagið og hjartað í þessu var hrikalega flott. Ég er hrikalega stoltur og ánægður með liðið." Segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir 2-0 sigur á Fjölni í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Þór

Ingimar Arnar Kristjánsson, Uppalinn Þórsari fæddur árið 2005, skoraði bæði mörk leiksins í leik sem var ekki mjög opinn.

„Hann hefur verið hrikalega flottur í allan vetur. Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni, hann er í ævintýralegu standi og getur refsað liðum."

Fannar Daði Malmquist Gíslason fór meiddur útaf í seinasta leik Þórs. Sumir höfðu jafnvel áhyggjur af því að hann hefði slitið krossband á ný.

„Hann fer í myndatöku á morgun og þá vitum við vonandi eitthvað meira. Þetta er stór missir fyrir okkur. Þetta lítur þó ekki svo illa út of fyrstu fréttir og fyrsta mat er á þann veg að þetta sé ekki eins alvarlegt og við héldum. Við fáum að vita meira á morgun."

Þórsarar fóru alla leið í bikarúrslit árið 2011 og Sigurður Heiðar er til í að endurtaka þann leik.

„Við bara keyrum á þetta. Við erum með stóran og góðan hóp. Allir fimm varamennirnir í dag áttu frábæra frammistöðu. Við erum alveg til í að bæta nokkrum leikjum við."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner