Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 14. maí 2024 20:11
Kjartan Leifur Sigurðsson
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er sáttur með sigurinn en við höfum oft spilað töluvert betur. Við vorum í krummafót megnið af leiknum en vinnuframlagið og hjartað í þessu var hrikalega flott. Ég er hrikalega stoltur og ánægður með liðið." Segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir 2-0 sigur á Fjölni í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Þór

Ingimar Arnar Kristjánsson, Uppalinn Þórsari fæddur árið 2005, skoraði bæði mörk leiksins í leik sem var ekki mjög opinn.

„Hann hefur verið hrikalega flottur í allan vetur. Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni, hann er í ævintýralegu standi og getur refsað liðum."

Fannar Daði Malmquist Gíslason fór meiddur útaf í seinasta leik Þórs. Sumir höfðu jafnvel áhyggjur af því að hann hefði slitið krossband á ný.

„Hann fer í myndatöku á morgun og þá vitum við vonandi eitthvað meira. Þetta er stór missir fyrir okkur. Þetta lítur þó ekki svo illa út of fyrstu fréttir og fyrsta mat er á þann veg að þetta sé ekki eins alvarlegt og við héldum. Við fáum að vita meira á morgun."

Þórsarar fóru alla leið í bikarúrslit árið 2011 og Sigurður Heiðar er til í að endurtaka þann leik.

„Við bara keyrum á þetta. Við erum með stóran og góðan hóp. Allir fimm varamennirnir í dag áttu frábæra frammistöðu. Við erum alveg til í að bæta nokkrum leikjum við."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.
Athugasemdir
banner