Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   þri 14. maí 2024 20:11
Kjartan Leifur Sigurðsson
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er sáttur með sigurinn en við höfum oft spilað töluvert betur. Við vorum í krummafót megnið af leiknum en vinnuframlagið og hjartað í þessu var hrikalega flott. Ég er hrikalega stoltur og ánægður með liðið." Segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir 2-0 sigur á Fjölni í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Þór

Ingimar Arnar Kristjánsson, Uppalinn Þórsari fæddur árið 2005, skoraði bæði mörk leiksins í leik sem var ekki mjög opinn.

„Hann hefur verið hrikalega flottur í allan vetur. Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni, hann er í ævintýralegu standi og getur refsað liðum."

Fannar Daði Malmquist Gíslason fór meiddur útaf í seinasta leik Þórs. Sumir höfðu jafnvel áhyggjur af því að hann hefði slitið krossband á ný.

„Hann fer í myndatöku á morgun og þá vitum við vonandi eitthvað meira. Þetta er stór missir fyrir okkur. Þetta lítur þó ekki svo illa út of fyrstu fréttir og fyrsta mat er á þann veg að þetta sé ekki eins alvarlegt og við héldum. Við fáum að vita meira á morgun."

Þórsarar fóru alla leið í bikarúrslit árið 2011 og Sigurður Heiðar er til í að endurtaka þann leik.

„Við bara keyrum á þetta. Við erum með stóran og góðan hóp. Allir fimm varamennirnir í dag áttu frábæra frammistöðu. Við erum alveg til í að bæta nokkrum leikjum við."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner