Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   þri 14. maí 2024 20:11
Kjartan Leifur Sigurðsson
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er sáttur með sigurinn en við höfum oft spilað töluvert betur. Við vorum í krummafót megnið af leiknum en vinnuframlagið og hjartað í þessu var hrikalega flott. Ég er hrikalega stoltur og ánægður með liðið." Segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir 2-0 sigur á Fjölni í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  2 Þór

Ingimar Arnar Kristjánsson, Uppalinn Þórsari fæddur árið 2005, skoraði bæði mörk leiksins í leik sem var ekki mjög opinn.

„Hann hefur verið hrikalega flottur í allan vetur. Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni, hann er í ævintýralegu standi og getur refsað liðum."

Fannar Daði Malmquist Gíslason fór meiddur útaf í seinasta leik Þórs. Sumir höfðu jafnvel áhyggjur af því að hann hefði slitið krossband á ný.

„Hann fer í myndatöku á morgun og þá vitum við vonandi eitthvað meira. Þetta er stór missir fyrir okkur. Þetta lítur þó ekki svo illa út of fyrstu fréttir og fyrsta mat er á þann veg að þetta sé ekki eins alvarlegt og við héldum. Við fáum að vita meira á morgun."

Þórsarar fóru alla leið í bikarúrslit árið 2011 og Sigurður Heiðar er til í að endurtaka þann leik.

„Við bara keyrum á þetta. Við erum með stóran og góðan hóp. Allir fimm varamennirnir í dag áttu frábæra frammistöðu. Við erum alveg til í að bæta nokkrum leikjum við."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.
Athugasemdir