þri 08.ágú 2023 17:15 Mynd: Getty Images |
|
Spáin fyrir enska - 8. sæti: „Kröfur og væntingar mínar komnar fram úr villtustu draumum"
Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Líkt og síðustu ár, þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.
Núna er komið að Aston Villa sem er spáð áttunda sæti deildarinnar á komandi leiktíð.
Um Aston Villa: Það er útlit fyrir að það sé eitthvað býsna gott í vændum hjá Aston Villa á komandi tímabili. Liðið var að gæla við falldrauginn framan af en það breyttist innkomu Spánverjans Unai Emery til félagsins. Hann sneri öllu við og núna er liðið að fara að taka þátt í Sambandsdeildinni á komandi keppnistímabili.
Aston Villa er félag sem ætlar sér stóra hluti og það hefur ekki alltaf gengið eftir, en þeir reyna yfirleitt. Og þeir eru svo sannarlega að reyna núna því félagaskiptaglugginn í sumar hefur líklega verið sá besti hjá nokkru félagi í ensku úrvalsdeildinni. Öflugir leikmenn hafa komið inn og það á að láta reyna á það að komast í Meistaradeildina fyrir næsta tímabil.
Stjórinn: Unai Emery hefur stýrt skútunni frá því fyrir jól í fyrra og hann hefur gert það afskaplega vel. Sá hefur gert flotta hluti í Birmingham og hann er ansi vinsæll út af því. Það var mikið grín gert að Emery þegar hann var stjóri Arsenal á árum áður þar sem hann talaði ekki nægilega mikla ensku og hjálpaði það honum ekki. Hann hefur komið til baka í enska boltann sem betrumbættur þjálfari og einstaklingur. Það kom ferskur blær með honum á síðustu leiktíð og hann var einn af stjórum tímabilsins. Núna er hann að fara að taka þátt í Evrópukeppni og þar er hann eiginlega óstöðvandi; Emery hefur stýrt liði til sigurs í Evrópudeildinni alls fjórum sinnum.
Leikmannaglugginn: Eins og áður segir þá er Aston Villa líklega það lið sem hefur átt besta gluggann til þessa. Villa hefur styrkt sig með frábærum leikmönnum og það verður gaman að sjá hversu hátt liðið kemst í vetur.
Komnir:
Moussa Diaby frá Bayer Leverkusen - 51,9 milljón punda
Pau Torres frá Villarreal - 33 milljónir punda
Youri Tielemans frá Leicester - á frjálsri sölu
Farnir:
Marvelous Nakamba til Luton - 4 milljónir punda
Wesley til Stoke - óuppgefið kaupverð
Morgan Sanson til Nice - á láni
Ashley Young til Everton - samningur rann út
Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:
Lykilmenn: Markvörðurinn Emi Martinez er heimsmeistari og það er gott að hafa einn þannig í liðinu sínu. Afar traustur markvörður sem finnst gaman að reyna að komast inn í hausinn á andstæðingnum. Fyrirliðinn John McGinn er með mikið mikilvægi innan hópsins og í liðinu. Vantmetinn fótboltamaður, svo sannarlega. Þá er mikilvægt að Ollie Watkins haldi áfram þar sem frá var horfið á síðustu leiktíð og skori sín mörk.
Sveinn Leó Bogason er stuðningsmaður Aston Villa og við fengum hann til að svara nokkrum spurningum um félagið og áhuga sinn á því.
Ég byrjaði að halda með Aston Villa af því... Átrúnaðargoðið mitt Peter Schmeichel gekk til liðs við liðið um svipað leyti og ég eignaðist minn fyrsta Championship Manager leik. Ég eyddi alltof miklum tíma í að spila þann leik og átti frábært save í CM 01/02 sem gerði það að verkum að ég varð ástfanginn af félaginu. Kann að hljóma furðulega en hef einhvern veginn allar götur síðan verið stuðningsmaður liðsins.
Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Að ganga inn á Villa Park í fyrsta skipti er ólýsanleg tilfinning.
Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta tímabil var kaflaskipt en eftir komu Unai Emery fóru hlutirnir að gerast. Heilt yfir var tímabilið mjög gott og mjög sterkt að ná Evrópusæti.
Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Nei hef ekki komið mér í einhverja leikdagshefð en líður einhvern veginn best þegar ég horfi á liðið spila á meðan ég er í Bjarnason 20 treyjunni.
Hvern má ekki vanta í liðið? Emiliano Martínez er mikilvægasti leikmaður liðsins. Engin spurning.
Hver er veikasti hlekkurinn? Veikustu hlekkir liðsins eru vængirnir. Hryggurinn er orðinn mjög sterkur. Unai Emery hefur verið að reyna að styrkja liðið á vængjunum og treystum við honum fyrir því að leysa þann vanda áður en mótið hefst.
Þessum leikmanni á að fylgjast með... Pau Torres. Verður besti hafsent deildarinnar ef allt er eðlilegt.
Við þurfum að kaupa... Jack Grealish. Hann er búinn að vinna allt sem hægt er að vinna hjá Man City og þarf sífellt ný verkefni. Pep verður orðinn þreyttur á honum um jólin og hið yfirvegaða en mjúka hróp Unai Emery er akkúrat það sem hann þarf til að snúa hlutunum aftur við. Ef sú óskhyggja gengur ekki eftir væri ég alveg til í að fá Ferran Torres.
Hvað finnst þér um stjórann? Unai Emery hefur heillað mig og viðsnúningurinn á síðasta tímabili fékk held ég alla stuðningsmenn liðsins til þess að standa við bakið á honum. Saga hans í Evrópu er einnig heillandi. Ég er á vagninum, framarlega. Good Ebening!
Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Ég hef ekki verið svona spenntur fyrir tímabil síðan Martin Laursen og Olof Mellberg leiddu varnarlínu liðsins undir stjórn Martin O´Neill. Það er óhætt að segja að kröfur og væntingar mínar séu komnar fram úr villtustu draumum. Öll vötn renna til sjávar og Aston Villa endar þetta tímabil ekki öðruvísi en að vinna titil í Evrópu og mun berjast um Evrópusætin.
Hvar endar liðið? 5. sæti.
Aston Villa hefur leik í ensku úrvalsdeildinni laugardaginn 12. ágúst gegn Newcastle á útivelli.
Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Aston Villa, 157 stig
9. Brighton, 155 stig
10. West Ham, 130 stig
11. Brentford, 101 stig
12. Crystal Palace, 96 stig
13. Fulham, 81 stig
14. Burnley, 80 stig
15. Wolves, 71 stig
16. Nottingham Forest, 67 stig
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Aston Villa er félag sem ætlar sér stóra hluti og það hefur ekki alltaf gengið eftir, en þeir reyna yfirleitt. Og þeir eru svo sannarlega að reyna núna því félagaskiptaglugginn í sumar hefur líklega verið sá besti hjá nokkru félagi í ensku úrvalsdeildinni. Öflugir leikmenn hafa komið inn og það á að láta reyna á það að komast í Meistaradeildina fyrir næsta tímabil.
Stjórinn: Unai Emery hefur stýrt skútunni frá því fyrir jól í fyrra og hann hefur gert það afskaplega vel. Sá hefur gert flotta hluti í Birmingham og hann er ansi vinsæll út af því. Það var mikið grín gert að Emery þegar hann var stjóri Arsenal á árum áður þar sem hann talaði ekki nægilega mikla ensku og hjálpaði það honum ekki. Hann hefur komið til baka í enska boltann sem betrumbættur þjálfari og einstaklingur. Það kom ferskur blær með honum á síðustu leiktíð og hann var einn af stjórum tímabilsins. Núna er hann að fara að taka þátt í Evrópukeppni og þar er hann eiginlega óstöðvandi; Emery hefur stýrt liði til sigurs í Evrópudeildinni alls fjórum sinnum.
Leikmannaglugginn: Eins og áður segir þá er Aston Villa líklega það lið sem hefur átt besta gluggann til þessa. Villa hefur styrkt sig með frábærum leikmönnum og það verður gaman að sjá hversu hátt liðið kemst í vetur.
Komnir:
Moussa Diaby frá Bayer Leverkusen - 51,9 milljón punda
Pau Torres frá Villarreal - 33 milljónir punda
Youri Tielemans frá Leicester - á frjálsri sölu
Farnir:
Marvelous Nakamba til Luton - 4 milljónir punda
Wesley til Stoke - óuppgefið kaupverð
Morgan Sanson til Nice - á láni
Ashley Young til Everton - samningur rann út
Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:
Lykilmenn: Markvörðurinn Emi Martinez er heimsmeistari og það er gott að hafa einn þannig í liðinu sínu. Afar traustur markvörður sem finnst gaman að reyna að komast inn í hausinn á andstæðingnum. Fyrirliðinn John McGinn er með mikið mikilvægi innan hópsins og í liðinu. Vantmetinn fótboltamaður, svo sannarlega. Þá er mikilvægt að Ollie Watkins haldi áfram þar sem frá var horfið á síðustu leiktíð og skori sín mörk.
„Good ebening!"
Sveinn Leó Bogason er stuðningsmaður Aston Villa og við fengum hann til að svara nokkrum spurningum um félagið og áhuga sinn á því.
Ég byrjaði að halda með Aston Villa af því... Átrúnaðargoðið mitt Peter Schmeichel gekk til liðs við liðið um svipað leyti og ég eignaðist minn fyrsta Championship Manager leik. Ég eyddi alltof miklum tíma í að spila þann leik og átti frábært save í CM 01/02 sem gerði það að verkum að ég varð ástfanginn af félaginu. Kann að hljóma furðulega en hef einhvern veginn allar götur síðan verið stuðningsmaður liðsins.
Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Að ganga inn á Villa Park í fyrsta skipti er ólýsanleg tilfinning.
Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta tímabil var kaflaskipt en eftir komu Unai Emery fóru hlutirnir að gerast. Heilt yfir var tímabilið mjög gott og mjög sterkt að ná Evrópusæti.
Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Nei hef ekki komið mér í einhverja leikdagshefð en líður einhvern veginn best þegar ég horfi á liðið spila á meðan ég er í Bjarnason 20 treyjunni.
Hvern má ekki vanta í liðið? Emiliano Martínez er mikilvægasti leikmaður liðsins. Engin spurning.
Hver er veikasti hlekkurinn? Veikustu hlekkir liðsins eru vængirnir. Hryggurinn er orðinn mjög sterkur. Unai Emery hefur verið að reyna að styrkja liðið á vængjunum og treystum við honum fyrir því að leysa þann vanda áður en mótið hefst.
Þessum leikmanni á að fylgjast með... Pau Torres. Verður besti hafsent deildarinnar ef allt er eðlilegt.
Við þurfum að kaupa... Jack Grealish. Hann er búinn að vinna allt sem hægt er að vinna hjá Man City og þarf sífellt ný verkefni. Pep verður orðinn þreyttur á honum um jólin og hið yfirvegaða en mjúka hróp Unai Emery er akkúrat það sem hann þarf til að snúa hlutunum aftur við. Ef sú óskhyggja gengur ekki eftir væri ég alveg til í að fá Ferran Torres.
Hvað finnst þér um stjórann? Unai Emery hefur heillað mig og viðsnúningurinn á síðasta tímabili fékk held ég alla stuðningsmenn liðsins til þess að standa við bakið á honum. Saga hans í Evrópu er einnig heillandi. Ég er á vagninum, framarlega. Good Ebening!
Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Ég hef ekki verið svona spenntur fyrir tímabil síðan Martin Laursen og Olof Mellberg leiddu varnarlínu liðsins undir stjórn Martin O´Neill. Það er óhætt að segja að kröfur og væntingar mínar séu komnar fram úr villtustu draumum. Öll vötn renna til sjávar og Aston Villa endar þetta tímabil ekki öðruvísi en að vinna titil í Evrópu og mun berjast um Evrópusætin.
Hvar endar liðið? 5. sæti.
Aston Villa hefur leik í ensku úrvalsdeildinni laugardaginn 12. ágúst gegn Newcastle á útivelli.
Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Aston Villa, 157 stig
9. Brighton, 155 stig
10. West Ham, 130 stig
11. Brentford, 101 stig
12. Crystal Palace, 96 stig
13. Fulham, 81 stig
14. Burnley, 80 stig
15. Wolves, 71 stig
16. Nottingham Forest, 67 stig
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir