Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 15:28
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Rekinn af velli á Dalvík fyrir að kýla í pung
Lengjudeildin
Mynd: Dalvík/Reynir
Staðan er markalaus í viðureign Dalvíkur/Reynis gegn Keflavík í Lengjudeild karla, en heimamenn í Dalvík eru leikmanni færri.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 0 -  0 Keflavík

Þeir eru án Amin Guerrero Touiki sem var í byrjunarliðinu en fékk að líta beint rautt spjald á 42. mínútu.

Amin lenti saman við Gunnlaug Fannar Guðmundsson og lá sá síðarnefndi eftir í jörðinni eftir kíting þeirra á milli. Keflvíkingar brugðust illa við og héldu því fram að Gunnlaugur hafði verið kýldur í punginn.

Gunnlaugur sjálfur brást við með kjaftbrúki og fékk gult spjald að launum frá Twana Khalid Ahmed dómara, sem lét leikinn þó ekki fara aftur af stað strax.

Þess í stað ræddi Twana við aðstoðardómarann sem sá atvikið betur. Hann útskýrði fyrir Twana að Gunnlaugur hafi verið kýldur í punginn og því var ekkert eftir í stöðunni nema að gefa Amin beint rautt spjald.

Atvikið er hægt að sjá með að smella á hlekkinn hér fyrir neðan, þar sem leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á YouTube rás Lengjudeildarinnar. Atvikið á sér stað eftir um 38 mínútna leik.

Bein útsending
Athugasemdir
banner
banner