Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. júlí 2020 09:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Stefán Árni: Rúnar gefur mér svigrúm til að gera mín mistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn Stefán Árni Geirsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar KR vann 3-1 sigur gegn Breiðabliki. Hann var valinn í úrvalslið umferðarinnar.

Í viðtali við Morgunblaðið segist þessi nítján ára leikmaður finna fyrir miklu trausti frá Rúnari Kristinssyni þjálfara.

„Hann gefur mér svigrúm til þess að gera mín mistök og það lætur mér líða vel inni á vellinum. Ég þori þess vegna að taka ákveðna sénsa, eins og gegn Breiðabliki, og það var frábært að sjá boltann í netinu," segir Stefán.

Hann var óvænt í byrjunarliðinu gegn Blikum en fyrirliði KR, Óskar Örn Hauksson, byrjaði á bekknum.

„Það er góð breidd í hópnum og þegar allt kemur til alls stillir þjálfarinn upp því liði sem hann telur vænlegast til árangurs. Ég ætla mér að halda áfram að leggja hart að mér á æfingum og vonandi skilar það mér sæti í byrjunarliðinu."

KR er við hlið Fylkis á toppi Pepsi Max-deildarinnar en þessi tvö lið mætast í Árbænum á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner