Bournemouth hefur ná samkomulagi við Chelsea um kaupverð á markverðinum Djordje Petrovic en Bournemouth borgar um 25 milljónir punda fyrir hann.
Sky Sports greinir frá því að hann muni gangast undir læknisskoðun á morgun og í kjölfarið verður hann formlega leikmaður Bournemouth.
Sky Sports greinir frá því að hann muni gangast undir læknisskoðun á morgun og í kjölfarið verður hann formlega leikmaður Bournemouth.
Petrovic er 25 ára gamall Serbi en hann gekk til liðs við Chelsea frá bandaríska liðinu New England Revolution árið 2023.
Hann lék 31 leik með Chelsea í öllum keppnum tímabilið 2023/24, þar af 23 leiki í úrvalsdeildinni. Hann var lánaður til franska liðsins Strasbourg á síðustu leiktíð þar sem hann stóð sig vel.
Bournemouth er því búið að finna sér nýjan markvörð eftir að Kepa Arrizabalaga gekk til liðs við Arsenal í sumar. Hann var einmitt á láni hjá Bournemouth frá Chelsea á síðustu leiktíð.
Athugasemdir