Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 15. september 2020 21:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Sævar Péturs: Erum mjög ósáttir með fullyrðingar Gumma
Sævar Pétursson.
Sævar Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Í gær tilkynnti Guðmundur Benediktsson áhorfendum Pepsi Max Stúkunnar að Arnar Grétarsson myndi hætta sem þjálfari KA að tímabili loknu.

Sjá einnig:
Arnar Grétarsson hættir með KA eftir tímabilið
KA blæs á sögusagnir um Arnar

Arnar sjálfur svaraði þessu á Twitter í gærkvöldi og Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, gerði það einnig.

Sævar var til viðtals í útvarpsþættinum Mín Skoðun í dag. Þar ræddi hann við Valtý Björn Valtýsson, umsjónarmann þáttarins, um málið.

„Þetta var ekki eitt­hvað sem maður átti von á þegar maður sett­ist niður til þess að horfa á sjón­varpið. Við erum mjög ósátt­ir með að það sé full­yrt í þess­um þætti að Arn­ar hafi til­kynnt for­ráðamönn­um KA að hann ætli sér ekki að halda áfram."

„Við höf­um ekki einu sinni átt þetta sam­tal og þegar að við ger­um samn­ing við hann til að byrja með var gerður samn­ing­ur við hann út tíma­bilið,"
sagði Sævar við Valtý.

KA ætlar að ræða við Arnar um framtíðana þegar sætið í Pepsi Max-deildinni er tryggt fyrir næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner