Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 15. september 2021 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaw á móti gervigrasi - „Á ekki að vera möguleiki"
Shaw í leiknum í gær. Í bakgrunninum fagnar Young Boys sigurmarki sínu.
Shaw í leiknum í gær. Í bakgrunninum fagnar Young Boys sigurmarki sínu.
Mynd: EPA
Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, segir að það eigi ekki að vera leyfilegt að spila á gervigrasi í Meistaradeildinni.

Man Utd tapaði gegn Young Boys í Sviss í gær, en leikið var á gervigrasvelli svissneska liðsins.

Frammistaða United var ömurleg og segir Shaw að gervigrasið hafi ekki verið eina ástæðan fyrir frammistöðunni en það hafi spilað sinn þátt í henni.

„Það er ekki hægt að kenna vellinum um, en það á ekki að vera möguleiki að spila á svona velli í Meistaradeildinni. Það er hættulegt. Það er erfitt að snúa á gervigrasi," sagði Shaw.

„En svona er fótboltinn. Við verðum að halda áfram og hugsa um næsta leik sem er um helgina."
Athugasemdir
banner
banner
banner