Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 15. september 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk: Þeir hafa verið í þessari stöðu og láta eins og þú getur ekki átt slæma kafla
Virgil van Dijk
Virgil van Dijk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, segist finna fyrir mikilli ábyrgð þegar það kemur að gengi liðsins en hann ræddi við BBC um tímabilið til þessa.

Liverpool var í miklum ham á síðustu leiktíð. Liðið vann ensku bikarkeppnirnar og komst þá í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu ásamt því að berjast við Manchester City um deildarititlinn fram að síðasta leikdegi.

Eftir sigur Liverpool á Manchester City í Samfélagsskildinum voru flestir að búast við nú væri liðið fullmótað og klárt í tímabilið en annað kom á daginn.

Leikmenn hafa virkað áhugalausir og þreyttir. Jürgen Klopp hefur tekið umdeildar ákvarðanir í liðsvali og Van Dijk, sem hefur verið einn og ef ekki besti varnarmaður deildarinnar síðustu ár, átt erfitt uppdráttar.

„Ef við gerum vel þá fáum auðvitað hrósið en ef við gerum það ekki þá fáum við ekkert hrós. Við þurfum samt að bæta okkar leik og það er allt í góðu."

„Eina leiðin til að gera það er að spila leiki, læra af mistökunum og sleppa því að hlusta á það sem er að gerast fyrir utan og tala bara við okkar nánasta fólk."

„Ég hef sagt það margoft að við erum manneskjur og við viljum allir reyna að gera eins vel og möguleiki er á og það sama gildir um mig. Ég veit að ég get gert miklu en það er hægt að segja um okkur alla."

„Ég verð sár ef við fáum á okkur mörk og náum ekki að halda hreinu og ég finn fyrir þeirri ábyrgð, en það er gott. Ég vil snúa genginu við og ekki bara hjá sjálfum mér heldur fyrir alla sem tengjast klúbbnum,"
sagði Van Dijk.

Liverpool tapaði fyrir Napoli í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í síðustu viku, 4-1, en liðið hefur ekki boðið upp svo slaka frammistöðu í langan tíma. Eðlilega hefur liðið fengið mikla gagnrýni og Van Dijk sömuleiðis fyrir frammistöðuna.

„Það sem gerðist gegn Napoli í síðustu viku var óásættanlegt og allir fengu smá vakningu eftir þann leik og næstu daga á eftir.

„Það er auðvitað augljós gagnrýni þar en þessir fyrrum atvinnumenn sem hafa spilað á þessu stigi vita að það koma tímar þar sem maður drullar á sig og svona kafla eins og við erum að eiga og þetta snýst um hvernig þú bregst við því."

„Þeir hafa verið í þessari stöðu og það láta allir eins og þú getur ekki átt slæma kafla, hvort sem það sé erfiður leikur eða erfið staða."

„Það er allt of auðvelt að segja þessa hluti en þeir eru að vinna sína vinnu og þetta er það sem þeir gera,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner