Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 15. september 2023 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Greenwood setur met áður en hann stígur inn á völlinn
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood gekk í raðir Getafe á gluggadeginum á láni frá Manchester United.

Framtíð Greenwood hjá United var í lausu lofti eftir að hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og ofbeldi í garð kærustu sinnar. Málið var látið niður falla í byrjun þessa árs.

Greenwood fær ekki að leika áfram hjá United þrátt fyrir að kærurnar hafi verið felldar niður en félagið tók þá ákvörðun að lána hann í burtu.

Það hefur verið vel tekið á móti Greenwood hjá Getafe en samkvæmt Daily Mail þá er hann afar vinsæll hjá félaginu nú þegar.

Þótt að hann sé ekki búinn að spila mínútu fyrir félagið þá er hann búinn að setja met. Stuðningsmenn hafa verið duglegir að kaupa treyju með 'Greenwood 12' á bakinu og á einni viku hefur félagið selt fleiri treyjur með hans nafni en hjá nokkrum öðrum leikmanni í sögu félagsins.

Greenwood gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Getafe gegn Osasuna á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner