Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 15. nóvember 2020 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Annan leikinn í röð tapar Ísland í uppbótartíma
Icelandair
Eriksen skoraði bæði mörk Dana af vítapunktinum.
Eriksen skoraði bæði mörk Dana af vítapunktinum.
Mynd: Getty Images
Danmörk 2 - 1 Ísland
1-0 Christian Eriksen ('12 , víti)
1-1 Viðar Örn Kjartansson ('85 )
2-1 Christian Eriksen ('90 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Ísland þurfti að sætta sig við mjög svekkjandi tap gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld.

Leikið var í Kaupmannahöfn og það voru heimamenn sem tóku forystuna á 12. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Christian Eriksen skoraði úr spyrnunni en vítaspyrnudómurinn var umdeildur.

Fyrri hálfleikurinn var bragðdaufur og staðan að honum loknum var 1-0.

Íslendingar mættu sterkari inn í seinni hálfleikinn og þegar líða fór á hann fór íslenska liðið að ógna meira og meira. Ísland jafnaði svo metin á 85. mínútu er varamaðurinn Viðar Örn Kjartansson skoraði eftir flotta sendingu frá Ara Frey Skúlasyni.

Danir tóku hins vegar aftur forystuna í uppbótartímanum með öðru vítaspyrnumarki sínu í leiknum. Eriksen var það aftur. Lokatölur 2-1 fyrir Danmörku.

Þetta er annar leikurinn í röð sem Ísland tapar í uppbótartímanum, en það var aðeins minna undir í kvöld. Ísland var nú þegar fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar fyrir leikinn, en okkar menn hafa ekki enn fengið stig í Þjóðadeildinni frá upphafi hennar 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner