Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   lau 15. nóvember 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Íslendingavaktin 
María Catharína nýliði ársins hjá Linköping
Kvenaboltinn
Mynd: Gudmund Svansson
María Catharína Ólafsdóttir Grós hefur verið valin sem nýliði ársins hjá Linköping sem féll úr efstu deild í Svíþjóð á dögunum.

María Catharína fékk verðlaunin afhent fyrir 2-2 jafntefli Linköping gegn Kristianstad fyrr í vikunni og átti hún stórleik, þar sem hún skoraði og lagði upp.

María Catharína fékk blómvönd frá félaginu og ávísun að andvirði rúmlega 130 þúsund íslenskra króna.

María er markahæst í leikmannahópi Linköping í ár með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í 25 leikjum. Hún hefur átt mjög gott tímabil þrátt fyrir fall hjá liðinu og eru einhver félög sögð vera áhugasöm um að krækja í hana fyrir næstu leiktíð.

Hún er 22 ára gömul og var valinn í A-landslið Íslands í fyrsta sinn í haust. Hún hefur leikið með Celtic í Skotlandi og Fortuna Sittard í Hollandi hingað til á ferlinum.

   10.11.2025 20:34
María frábær í Íslendingaslag - Ingibjörg aftur á sigurbraut

Athugasemdir
banner
banner