Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 23:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spænski Konungsbikarinn: Endrick skoraði tvennu í framlengingu
Mynd: Getty Images

Real Madrid 5 - 2 Celta
1-0 Kylian Mbappe ('37 )
2-0 Vinicius Junior ('48 )
2-1 Jonathan Bamba ('83 )
2-2 Marcos Alonso ('90 , víti)
3-2 Endrick ('108 )
4-2 Federico Valverde ('112 )
5-2 Endrick ('119 )


Real Madrid var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum spænska konungsbikarsins eftir sigur á Celta Vigo í framlengdum leik í kvöld.

Kylian Mbappe kom Real yfiir og Vinicius Junior bætti öðru markinu við eftir undirbúning Mbappe.

Jonathan Bamba minnkaði muninn þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma eftir slæm mistök hjá Eduardo Camavinga. Í uppbótatíma fékk Celta vítaspyrnu sem Marcos Alonso skoraði úr að miklu öryggi.

Því þurfti að grípa til framlengingar en þar tryggði Endrick Real Madrid sigurinn. Hann kom liðinu yfir og Federico Valverde bætti öðru markinu við með skoti fyrir utan vítateiginn áður en Endrick innsiglaði sigurinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner