Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   fös 16. janúar 2026 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Annað félag búið að ræða við Gumma Tóta
Mynd: FC Noah
Eins og fram kom á Fótbolta.net í dag fundaði Guðmundur Þórarinsson með FH í gær. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur hann einnig fundað með ÍA.

Guðmundur er á heimleið eftir að hann rifti samningi sínum við armenska félagið FC Noah. Hann á tólf ára atvinnumannaferil að baki.

Fótbolti.net setti saman lista af mögulegum áfangastöðum Guðmundar og ÍA var á listanum. Þar kom fram að Skagamenn væru í leit að varnarsinnuðum miðjumanni. Guðmundur getur einnig spilað sem vinstri bakvörður.

Hann er 33 ára gamall Selfyssingur. Hann spilaði með ÍBV áður en hann hélt út í atvinnumennsku árið 2013. Hann hefur spilað 115 leiki hér á landi og skorað 8 mörk. Þá hefur hann spilað 15 A-landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner