Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
banner
   fös 16. janúar 2026 12:15
Kári Snorrason
Arteta lofsamar Gyökeres: Hefur sett viðmið sem hann þarf að halda
Gyökeres skoraði í 3-2 sigri Arsenal gegn Chelsea á miðvikudaginn.
Gyökeres skoraði í 3-2 sigri Arsenal gegn Chelsea á miðvikudaginn.
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fór fögrum orðum um sænska framherjann Viktor Gyökeres á blaðamannafundi liðsins í dag fyrir leik Arsenal gegn Nottingham Forest á morgun.

Gyökeres hefur skorað fimm mörk í deildinni það sem af er tímabils. Arsenal greiddi 64 milljónir punda fyrir Svíann í sumar þegar hann kom frá Sporting, þar sem hann skoraði 97 mörk í 102 leikjum.

„Hann gerir miklar kröfur til sjálfs sín. Hann veit hvaða gæðum við leitum að og hann vill standa undir þeim væntingum sem við gerum til hans. Hann hefur sýnt mikinn stöðugleika og átti frábæran leik á móti Chelsea í vikunni.

Það sem hann hefur gert síðustu ár hefur sett viðmiðið fyrir restina af ferlinum og það er viðmið sem við væntum þess að hann haldi. Það er hluti af væntingunum, ekki bara til Viktors heldur til allra framherja deildarinnar. Við væntum þess að þeir séu virkilega góðir og stöðugir. Það er það sem hann þarf að reyna að gera.“


Þá sagði Arteta jafnframt að stöðugleiki liðsins á tímabilinu ætti að gefa liðinu aukna trú um að liðið geti afrekað eitthvað sérstakt.



Athugasemdir
banner
banner
banner