Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
banner
   fös 16. janúar 2026 17:00
Kári Snorrason
Rooney: Ekki láta rólyndi Carrick blekkja ykkur
Carrick stýrði United í þremur leikjum sem bráðabirgðarstjóri fyrir fjórum árum.
Carrick stýrði United í þremur leikjum sem bráðabirgðarstjóri fyrir fjórum árum.
Mynd: EPA
Wayne Rooney hefur mikla trú á fyrrum liðsfélaga sínum Michael Carrick sem bráðabirgðarstjóra Manchester United.

Carrick stýrir United á morgun í grannaslagnum gegn Manchester City. Hann mun stýra liðinu út tímabil og þá ræður félagið nýjan stjóra til frambúðar.

Rooney ræddi um Carrick í hlaðvarpsþætti breska ríkisútvarpsins á dögunum.

„Michael er skemmtilegur karakter, en fólk ætti ekki að láta blekkjast af því hve rólegur hann virðist. Hann fer inn í þetta með fullum hug.“

Carrick lék 464 leiki fyrir United á tólf árum og var bráðabirgðarstjóri liðsins í þremur leikjum árið 2021. Hann var síðast í starfi hjá Middlesbrough en var sagt þaðan upp á síðasta ári.

„Þetta var augljós kostur. Það eru ekki margir toppþjálfarar lausir núna. Þetta er erfið staða og Michael þarf að koma á stöðugleika. Ég tel þetta vera rétta ákvörðun.

Þetta er auðvitað erfitt verkefni. Staðan hjá Manchester United um þessar mundir er ekki góð og Michael þarf að koma inn og rétta úr kútnum,“
sagði Rooney að lokum.
Athugasemdir
banner
banner