Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   lau 16. febrúar 2019 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Þægilegur sigur Blika gegn Gróttu
Brynjólfur Darri var meðal markaskorara.
Brynjólfur Darri var meðal markaskorara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 0 Grótta
1-0 Alexander Helgi Sigurðarson
2-0 Brynjólfur Darri Willumsson
3-0 Alexander Helgi Sigurðarson

Breiðablik hefur byrjað undirbúningstímabilið vel og hélt sú góða byrjun áfram í dag er liðið mætti Gróttu í Lengjubikarnum.

Alexander Helgi Sigurðarson gerði eina mark fyrri hálfleiksins með föstu skoti sem endaði niðri í horninu vinstra megin.

Síðari hálfleikurinn fór harkalega af stað og voru menn spjaldaðir, aðstoðarþjálfari Gróttu var sendur upp í stúku með rautt spjald en staðan var áfram 1-0 fyrir Blikum.

Blikar tvöfölduðu forystuna í síðari hálfleik eftir varnarmistök hjá Gróttu. Markvörður Seltirninga réði þá ekki við fasta sendingu til baka, sem hafnaði í stönginni og barst boltinn þaðan út í teig. Brynjólfur Darri Willumsson var mættur á réttan stað og afgreiddi vel.

Alexander Helgi innsiglaði svo sigur Blika með sínu öðru marki, lokatölur 3-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner