Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. febrúar 2021 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Thiago kemur inn á miðjuna
Thiago byrjar hjá Liverpool.
Thiago byrjar hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Moise Kean kemur inn í stað Neymar hjá PSG.
Moise Kean kemur inn í stað Neymar hjá PSG.
Mynd: Getty Images
Eftir um klukkutíma hefjast 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með tveimur leikjum.

RB Leipzig og Liverpool eigast við í Ungverjalandi - ekki Þýskalandi - út af ströngum reglum varðandi faraldurinn í Þýskalandi.

Liverpool gerir eina breytingu frá tapinu gegn Leicester um síðustu helgi. Thiago kemur inn á miðjuna fyrir James Milner. Athygli vekur að miðvörðurinn Ibrahima Konate byrjar á bekknum hjá Leipzig en Dayot Upamecano, sem samdi nýlega við Bayern fyrir næstu leiktíð, byrjar. Konate er tæpur vegna meiðsla.

Ungverjinn Dominik Szoboszlai, sem braut hjörtu Íslendinga í nóvember síðastliðnum, er ekki með Leipzig í kvöld vegna meiðsla.

Byrjunarlið RB Leipzig: Gulacsi, Adams, Upamecano, Klostermann, Angelino, Haidara, Nkunku Mukiele, Kampl, Sabitzer, Olmo.
(Varamenn: Martinez, Orban, Konate, Poulsen, Hwang, Sørloth, Samardzic, Kluivert, Halstenberg, Hartmann, Heinrichs)

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Robertson, Kabak, Henderson, Jones, Thiago, Wijnaldum, Mane, Salah, Firmino.
(Varamenn: Adrian, Kelleher, Oxlade-Chamberlain, Tsimikas, Shaqiri, R. Williams, N. Williams, Phillips, Clarkson, Davies, Cain, Origi)

Lánsmaður frá Everton byrjar í stað Neymar
Barcelona og Paris Saint-Germain eigast þá við á Nývangi í Katalóníu. Það er enginn Neymar í liði PSG vegna meiðsla og byrjar Moise Kean, lánsmaður frá Everton, í hans stað. Hjá Barcelona snýr Gerard Pique til baka úr meiðslum og byrjar. Hinn ungi Pedri er á miðjunni hjá Börsungum.

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen, Dest, Pique, Lenglet, Alba, Busquets, De Jong, Pedri, Dembele, Messi, Griezmann.

Byrjunarlið PSG: Navas, Florenzi, Marquinhos, Kimpembe, Kurzawa, Gueye, Paredes, Kean, Verratti, Mbappe, Icardi.
Athugasemdir
banner
banner