Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 16. febrúar 2021 13:00
Magnús Már Einarsson
Mike Dean snýr aftur um helgina
Mike Dean verður dómari í leik Burnley og WBA í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Hinn 52 ára gamli Dean óskað eftir að fá frí um síðustu helgi eftir að hann og fjölskylda hans fengu morðhótanir.

Dean var mikið gagnrýndur á dögunum eftir rauð spjöld á Jan Bednarek og Tomas Soucek en bæði spjöldin voru dregin til baka eftir áfrýjun.

Dean mun snúa aftur á völlinn á laugardaginn.

Chris Kavanagh dæmir grannaslag Liverpool og Everton á laugardag, Paul Tierney dæmir leik Manchester United og Newcastle og Jonathan Moss verður með flautuna þegar Arsenal fær topplið Manchester City í heimsókn á sunnudag.
Athugasemdir