Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
banner
   sun 16. febrúar 2025 22:36
Ívan Guðjón Baldursson
Hákon í sigurliði - Elías Rafn hélt hreinu gegn Sævari
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu leikjum dagsins er lokið í evrópska fótboltanum og komu nokkrir Íslendingar við sögu í síðustu leikjum dagsins.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem sigraði 0-2 á útivelli gegn Rennes í efstu deild franska boltans. Staðan var markalaus þegar Hákoni var skipt af velli á 68. mínútu, en Lille var sterkari aðilinn allan tímann og verðskuldaði sigurinn.

Lille er í fimmta sæti frönsku eildarinnar, aðeins tveimur stigum frá sæti í Meistaradeild Evrópu.

Nabil Bentaleb og Chuba Akpom skoruðu mörkin en Bentaleb var að spila sinn fyrsta leik eftir að hafa lent í hjartastoppi síðasta sumar.

Elías Rafn Ólafsson hélt þá hreinu er Midtjylland tók á móti Lyngby í Íslendingaslag. Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby en tókst ekki að koma í veg fyrir 1-0 tap.

Midtjylland er á toppi dönsku deildarinnar með 36 stig eftir 18 umferðir, þremur stigum fyrir ofan FC Kaupmannahöfn sem á leik til góða. Lyngby er í næstneðsta sæti með 10 stig.

Helmond gerði að lokum jafntefli við Excelsior í næstefstu deild hollenska boltans, en Helgi Fróði Ingason var ónotaður varamaður í liði Helmond.

Helmond er í harðri baráttu um umspilssæti til að eiga möguleika á að komast upp í efstu deild fyrir næstu leiktíð.

Rennes 0 - 2 Lille
0-0 Chuba Akpom, misnotað víti ('44)
0-1 Nabil Bentaleb ('80)
0-2 Chuba Akpom ('86)
Rautt spjald: C. Wooh, Rennes ('74)

Midtjylland 1 - 0 Lyngby
1-0 Adam Buksa ('33, víti)

Excelsior 1 - 1 Helmond
Athugasemdir
banner
banner