Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. mars 2023 18:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Arsenal og West Ham: Jesus fremstur í sterku liði Arsenal
Mynd: EPA

Gabriel Jesus er í byrjunarliði Arsenal sem mætir Sporting í síðari leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.


Leikurinn fer fram á Emirates en leikar enduðu með 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í Portúgal.

Mikel Arteta tekur enga áhættu og stillir upp sterku liði í kvöld, Matt Turner hefur leikið i rammanum í Evrópudeildinni á þessari leiktíð en Aaron Ramsdale fær kallið í kvöld.

West Ham er 2-0 yfir eftir fyrri leikinn gegn kýpverska liðinu AEK Larnaca í Sambandsdeildinni. Gianluca Scamacca er í fremstu víglínu í kvöld en hann hefur verið ónotaður varamaður í síðustu fjórum leikjum.

Arsenal: Ramsdale, Tomiyasu, Saliba, Gabriel, Zinchenko, Jorginho, Vieira, Xhaka, Nelson, Martinelli, Jesus.

West Ham: Areola, Johnson, Zouma, Ogbonna, Cresswell, Soucek, Paqueta, Lanzini, Bowen, Fornals, Scamacca


Athugasemdir
banner
banner
banner